Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 54

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 54
Náttúrufræðingurinn 54 öllum aðalatriðum samhljóða nið- urstöðum rannsókna á öðrum mikil- vægum lífveruhópum í íslenskum stöðuvötnum og tengslum þeirra við umhverfisbreytur. Þannig lítur út fyrir að samfélagsgerð krabba- dýra í íslenskum stöðuvötnum sé fyrst og fremst mótuð af dýpi og stærð vatnanna, vatnshita og nær- ingarefnum (TOC, TN og SiO2).16,66,67 Þá benda rannsóknir á samfélögum rykmýs, jafnt í grýttu fjörubelti sem á leðjukenndum setbotni, einnig til þess að einkum dýpi sé mótandi umhverfisbreyta ásamt næring- arefnum (TN og TP).68,69 Athug- anir á bleikju benda jafnframt til þess að stærð og dýpi stöðuvatna ásamt styrk næringarefna og jóna (rafleiðni) hafi mótandi áhrif á lífs- söguþætti fiskanna, þ.m.t. á stærð, aldur og vaxtarhraða.70,71,72 Sameiginlegt öllum fjórum framangreindum rannsóknum er að jarðfræðiþættir á vatnasviðum, einkum gerð berggrunns m.t.t. ald- urs, lektar og útleysingar efna, hafa áhrif á efnabúskap vatnanna og þ.a.l. á lífríkið. Mikilvægi jarðfræðilegra þátta í tengslum við yfirborðsáferð fjörugrjóts og áhrif mismunandi yfirborðsáferðar á tegundasam- setningu og magn hryggleysingja í stöðuvötnum á Íslandi hefur einnig verið tíundað.15,16 Allt kemur þetta heim og saman við það sem Arnþór lagði grunn að með vatnaflokk- un sinni, þ.e. að vatna- og jarð- efnafræðilegir þættir ráði miklu um vistfræði íslenskra vatnakerfa. Niðurstöður rannsókna á tengsl- um umhverfisþátta við lífríki í straumvötnum hníga í sömu átt og stöðuvötnin. Í stuttu máli sýna þær rannsóknir að það er einkum umfang gróðurþekju og útbreiðsla votlendis og stöðuvatna á vatnasvið- um ánna sem mestu ræður um sam- setningu lífríkisins í þeim. Því meiri sem gróskan er á vatnasviðunum og því meira sem rennslishættir ánna eru jafnaðir af votlendi og stöðuvötnum því fleiri tegundir og meira magn er af vatnadýrum al- mennt í ánum.8,9,10,11,59,73,74,75,76 Hinir undirliggjandi umhverfisþættir eru sem fyrr efna- og vatnafræðilegir eiginleikar sem rekja má að verulegu leyti til jarðfræðilegra atriða, eink- um gerðar og aldurs berggrunns- ins.8,10,59,74 Við fyrstu sýn lítur út fyrir að tengsl umhverfisþátta og lífrík- is í straumvötnum falli betur að vatnaflokkun Arnþórs en tengsl umhverfisþátta og lífríkis í stöðu- vötnum. Þetta kann að helgast af því að í vatnaflokkun Arnþórs er meiri áhersla lögð á atriði sem snerta rennandi vatn en kyrrt. Þetta kemur m.a. fram í ítarlegri efnistökum á efna- og vatnafræðilegum eig- inleikum í straumvatnakerfunum, þ.e.a.s. á umhverfisþáttum sem eru að verulegu leyti af landrænum toga. Þar sem straumvötn eru yfir- leitt opnari vistkerfi og meira háð aðfluttu efni og orku en landlukt, afmörkuð stöðuvötn, má búast við að áhrif landrænna þátta séu meiri í straum- en stöðuvötnum. Orð Arnþórs á sínum tíma um að það kunni að orka tvímælis er fram í sækir að greina ekki á milli straum- og stöðuvatna í vatnaflokkuninni virðast því hafa ræst. Til að bæta flokkun Arnþórs á stöðuvötnum virðist einkum mega líta nánar til staðbundinna þátta á borð við lögun, stærð og dýpi vatnanna, jarðfræði- leg atriði innan vatnsskálarinnar, t.d. yfirborðsáferð fjörugrjóts, og veðurfars næst vötnunum. Summary Sedimentary diatoms in Icelandic lakes This paper is based on an extensive publication in English of the results appearing in 2009.21 The distribution patterns of surface sediment diatom assemblages from 49 lakes from the ESIL project15 were used to explore the relationship between limnological var- iables and diatom assemblages as well as to assess an ecological classification system for Icelandic freshwaters pro- posed by Garðarsson.2 Lakes were lim- nologically diverse ranging from deep, oligotrophic, ionically dilute lakes to shallow lakes with a wide range of nu- trient and ionic contents. Physical con- ditions (depth, surface area, surface water temperature), and nutrient and ion concentrations differed significant- ly among ecological lake categories (i.e., plateau, spring-fed, direct-runoff, valley, glacial, and coastal lakes). Diatom assemblages were taxonomi- cally diverse (329 taxa) with strong representation of planktonic, benthic and periphytic forms. Small benthic Fragilaria sensu lato (19 species and va- rieties) were the most abundant dia- toms with combined abundances > 20% in all but four of the lakes, most likely due to the generally cold lake water conditions in this subarctic region. Variation in diatom distributions was best explained by the combination of mean depth (influencing littoral ver- sus planktonic habitats), surface water temperature, specific conductivity, al- kalinity, total organic carbon, total ni- trogen and SiO2. However, these vari- ables did not explain distribution patterns amongst small benthic Fragilaria taxa, although some weak re- lationships between some taxa and these variables were evident. Distinct diatom assemblages and limnological properties among ecological lake cate- gories support the classification of Icelandic freshwaters based on major topographic, geological and hydrolog- ical characteristics. More detailed in- clusion of lake depth along with lake basin form, local geological features, as well as more refined categories of lake water origin and topographical positioning to better approximate re- gional climatic conditions, may im- prove the ecological classification of Icelandic freshwaters for conservation and management practices. 80 1-2#loka.indd 54 7/19/10 9:52:19 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.