Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 59

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 59
59 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Í flugeldum eru mörg meng- andi efni, þar á meðal þungmálmar (e. mineral aerosols), t.d. blý (Pb). Í Beijing, Kína, er talið að rekja megi meira en 90% af blýmengun til flug- eldasýninga.12 Flugeldaskot eru talin verulega stór hluti af uppsprettu málmefna (e. metal emissions) enda þótt þeir séu notaðir aðeins lítinn hluta ársins.13 Í þessari grein berum við sam- an niðurstöður mælinga á svifryki (PM10) kringum áramótin 2005/6, 2006/7 og 2007/8. Þessi áramót voru veðuraðstæður mjög mismunandi, logn og rok, stöðug og breytileg vindátt og samfara því breytilegur styrkur svifryksmengunar, og á það jafnt við um hámarksstyrk og styrk sem fall af tíma. Almennt um svifryk Svifryk (e. Particulate Matter, eða PM) eru smáar agnir sem mældar eru á svokölluðum PM-skala. Agnir minni en 10 µm (1 µm = 10-6 m) í þvermál eru táknaðar með PM10 og agnir smærri en 2,5 µm með PM2.5 (athugið að PM10 inniheldur PM2.5). Til samanburðar má nefna að þver- mál mannshárs er um 60 µm, eins og sýnt er á 2. mynd. Agnir í flokknum PM10 eru taldar skaðleg- ar heilsu manna, þar sem þær geta 2. mynd. Stærð PM10 og PM2.5 svifryks í samanburði við mannshár. – The size of PM10 and PM2.5 compared to the diameter of a human hair strand. Lýsing á loftgæðum Styrkur PM10 (µg/m 3) Heilsufarsáhrif tengd loftgæðum Góð < 50 Lítil sem engin heilsufarsáhrif. Miðlungs 50 – 100 Einstaklingar með astma geta fundið fyrir áhrifum. Léleg > 100 Einstaklingar með ofnæmi eða alvarlega hjarta- eða lungnasjúkdóma ættu að forðast að vera úti. Mjög léleg > 150 Einstaklingar sem ekki eiga við vandamál í öndunarfærum að stríða geta fundið fyrir óþægindum. 3. mynd. Kort sem sýna staðsetningu mæli- stöðvanna og nágrenni þeirra. (a) Kort af Reykjavíkursvæðinu og (b) staðsetning föstu mælistöðvanna (GRE og FHG), fær- anlegu stöðvarinnar (FAR) áramótin 2005/6 og 2007/8 og Veðurstofu Íslands (IMO). Loftmynd af Reykjavík frá Google Earth. – Map showing the location of the measure- ment stations (GRE FHG, and FAR) and the Icelandic Meteorology Office (IMO). Areal photo from Google Earth. Sýnt hefur verið fram á að svif- ryksmengun í háum styrk og/eða langvarandi mengun hefur slæm áhrif á heilsu manna.7,8,9,10,11 Heilsu- verndarmörk eru miðuð við sólar- hringsgildi svifryksmengunar og teljast loftgæði skert við 50 µg/m3, sjá 1. töflu. 1. tafla. Áhrif svifryksmengunar á heilsu manna. – Air quality guide for particulate pollution. a) ) 80 1-2#loka.indd 59 7/19/10 9:52:46 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.