Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 60
Náttúrufræðingurinn
60
auðveldlega borist ofan í lungu og
endað þar í lungnablöðrum. Það
fer eftir stærð og efnasamsetningu
agnanna hvort þær valda frekar
ertingu á vefjum eða eitrun; sumar
gerðir komast t.d. inn í blóðrásina.8
Smæstu agnirnar komast dýpra
ofan í lungun. Afleiðingarnar geta
verið hósti, mæði, aukning á astma,
lungnaskaði og jafnvel ótímabær
dauðsföll.14,15 Rannsóknir í Stokk-
hólmi benda til þess að svifryk
stytti meðalævi íbúa þar um 60
daga, en umferðarslys stytta með-
alævi um 40 daga og reykingar um
400 daga.16
Gögn og mælingar
Styrkur svifryksmengunar (PM10)
hefur verið mældur samfellt við
Grensásveg (GRE) og Fjölskyldu- og
húsdýragarðinn (FHG) frá árinu
2002. Þessar stöðvar eru reknar
í samvinnu Umhverfis- og sam-
göngusviðs Reykjavíkurborgar og
Umhverfisstofnunar. Færanleg stöð
(FAR) er staðsett þar sem ástæða
þykir til mælinga17,18,19 og er rekin
af Umhverfis- og samgöngusviði
Reykjavíkurborgar.
Staðsetning föstu mælistöðvanna
(GRE og FHG) og færanlegu stöðv-
arinnar (FAR), fyrir þau tímabil sem
skoðuð verða, er sýnd á 3. mynd.
Stöðin við Grensásveg (GRE) er
nærri umferðarþungum gatnamót-
um við Miklubraut. Fjölskyldu- og
húsdýragarðsstöðin (FHG) er ekki
í nánd við stórar umferðargötur og
gefur því hugmynd um bakgrunns-
gildi svæðisins. Áramótin 2005/6
var færanlega stöðin (FAR) staðsett
í íbúðabyggð, nærri gatnamótum
Langholtsvegar og Skeiðarvogs.
Áramótin 2007/8 var FAR einnig
nærri íbúðarbyggð, að þessu sinni
við Miklubraut. Áramótin 2006/7
var FAR-stöðin hins vegar ekki við
mælingar.
Stöðvarnar GRE og FAR eru
með Thermo EMS Andersen FH 62
I-R mælitæki og stöðin FHG er með
Eberline Instrument Gmbh mæli-
tæki.18 Auk mælinga á styrk svif-
ryksmengunar eru GRE- og FHG-
stöðvarnar búnar mælitækjum
fyrir ýmsar veðurbreytur, þar á
meðal vindhraða og vindátt.
Styrkur svifryksmengunar er
almennt lítill í Reykjavík, en inn á
milli koma há gildi eins og vel má
sjá á 4. mynd, sem sýnir 30 mínútna
og sólarhringsgildi PM10-mengunar
við Grensásveg árið 2005. Vindur
og rigning halda svifryksmengun
niðri, en mengunartoppar mælast
Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
0
500
1000
1500
2000
Árið 2005
P
M
10
(
g/
m
3 )
µ
0 50 100 150 200 250 300 350
0
50
100
150
Dagur ársins 2005
D
æ
gu
rg
ild
i
P
M
10
(
g/
m
3 )
µ
4. mynd. Styrkur svifryksmengunar (PM10 í µg/m3) við Grensásveg árið 2005. Efra grafið
sýnir styrkinn mældan á 30 mín. fresti og neðra grafið sýnir dægurgildi mengunarinnar.
Heilsuverndarmörk eru til fyrir dægurgildið og eru sýnd með rauðu línunni við 50 µg/m3.
– Level of PM10 pollution at GRE in 2005. The top plot shows the 30-min values and the
bottom one daily values. The daily health limit, 50 µg/m3, is shown with a red line.
20 21 22 23 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
0
90
180
270
360
V
in
dá
tt
(°
)
2005/6
2006/7
2007/8
IMO
GRE
FHG
20 21 22 23 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 100
5
10
15
20
V
in
dh
ra
ði
(m
/s
)
Gamlárskvöld og Nýársdagur (klst)
2007/8
2005/6 2006/7
IMO
GRE
FHG
5. mynd. Mæld vindátt (0° og 360° eru norður, 90° er austur, 180° suður og 270° vestur)
og vindhraði (m/s) á mælistöðvunum GRE, FHG og VÍ (IMO) um áramótin 2005/6–
2007/8. – Measured wind direction and wind speed at GRE, FHG and IMO during New
Year’s eve 2005/6–2007/8.
80 1-2#loka.indd 60 7/19/10 9:52:47 AM