Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 66

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 66
Náttúrufræðingurinn 66 vatnsins sem fiskurinn dvelur í þar sem flókið samspil umhverfisþátta, erfðafræði og lífeðlisfræði fisksins hefur áhrif á upptöku efna í kvarnir. Þar má nefna fæðu, vaxtarhraða, efna- og eðlisþætti umhverfisins. Efnasamsetning kvarna er líkari efnasamsetningu vökvans sem um- lykur kvörnina en efnasamsetningu blóðs eða sjávar/vatns. Vöxtur kvarna Kvarnir vaxa með fiskinum alla ævi en mishratt eftir tegundum. Ef tekin er þversneið af kvörn sjást ljósir (e. opaque zone) og dökkir (e. translucent zone) hringir svipað og í trjástofnum. Hringir af þessu tagi, sem sýna sólarhringsvöxt, árstíðabundinn eða árlegan vöxt, eru algengir í kalk- byggingum ýmissa lífvera, svo sem kóröllum, tönnum spendýra, skelj- um og fiskakvörnum.4 Fjöldi hringja gefur til kynna aldur en breidd þeirra vöxt. Á svæðum þar sem er munur á milli árstíða, eins og við Ísland, sést greinilegur munur á milli vetrar- og sumarvaxtar í kvörninni (4. mynd). Á veturna hægir á vextinum, meðal annars vegna minna fæðuframboðs og lægra hitastigs. Vetrarhringirnir eru því grennri en sumarhringirnir. Í kvörnum úr fiskseiðum er hægt að sjá dægurhringi (5. mynd). Dægurhringi má nota til að mæla vöxt í fiskseiðum, þ.e.a.s. vöxt yfir sólarhring. Einnig má meta á hvaða tímabili mestur vöxtur seiða á sér stað og segja til um klaktíma þeirra. Ef hrygning verður á mismunandi tíma eftir hafsvæðum er unnt að meta líklegan hrygningarstað seiðis- ins út frá aldri. Lögun kvarna Lögun kvarna er mismunandi milli tegunda (6. mynd). Kvarnir hafa verið notaðar við greiningu maga- sýna, til dæmis úr selum, hvölum, fiskum og fuglum, þar sem kvarnir eru tormeltari en aðrir líkamshlut- ar bráðarinnar. Þannig er hægt að greina hvaða fisktegundir hafa verið étnar. Innan tegunda er samband milli stærðar fisks og kvarna og því er oft unnt að meta af hvaða stærð bráðin var. Samband milli stærðar fiska og kvarna er samt sem áður ekki einfalt því litlar kvarnir finnast í stórum fiskum, eins og steinbít, og stórar kvarnir geta verið í litlum fiskum eins og kolmunna. Lítið er vitað um hvaða áhrif stærð kvarn- arinnar hefur, en hugsanlegt er að fiskar sem hafa stórar kvarnir heyri hljóð af þrengra tíðnisviði en fiskar með litlar kvarnir.5 Vangaveltur eru einnig um að stærð kvarna sé meira tengd jafnvægi og sundi en heyrn. Þessu til stuðnings má nefna að sumar stórar fisktegundir, eins og túnfiskar og sverðfiskar, eru með litlar kvarnir miðað við líkamsstærð og margir smáir fiskar á kóralrifjum eru með stórar kvarnir. Túnfiskar og sverðfiskar synda hratt og geta 2. mynd. Þorskakvarnir. Stóra heyrnar- kvörnin (sagitta), litla heyrnarkvörnin (as- teriscus) og jafnvægiskvörnin (lapillus). – Cod otoliths. Sagitta, asteriscus and lapil- lus. Ljósm./Photo: Gróa Þ. Pétursdóttir. 3. mynd. Dæmi um kristallaða kvörn úr ýsu. Hvíti hlutinn er hið hefðbundna byggingar- form kalsíumkarbónats (aragonite) en glæri hlutinn er annað byggingarform (vaterite). – An example of crystalized otoliths in haddock. The white part is the traditional crystal polymorph aragonite but the transparent part is another crystal polymorph, vaterite. Ljósm./Photo: Elías Freyr Guðmundsson. 4. mynd. Árhringir í þorskakvörn. Dökku hringirnir eru vetrarvöxtur og ljósu hring- irnir sumarvöxtur. Þessi einstaklingur er átta ára. – Annual increments in cod otolith. Dark increments indicate winter growth and light increments indicate summer growth. This individual is 8 years old. Ljósm./Photo: Ingibjörg G. Jónsdóttir. 5. mynd. Dægurhringir í þorskakvörn. – Daily increments in cod otolith. Ljósm./ Photo: Björn Gunnarsson. 80 1-2#loka.indd 66 7/19/10 9:53:03 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.