Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 68

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 68
Náttúrufræðingurinn 68 Niðurstöðurnar benda til þess að þorskar sem hrygna á ákveðnum svæðum komi aftur ári seinna inn á sömu hrygningarsvæði. Merkingar á íslenskum þorski hafa einnig bent til þess að hátt hlutfall þorska sýni tryggð við sín hrygningarsvæði.18 Uppruni og blöndun einstaklinga Það er erfitt að fylgjast með fari fiska. Merkingar gefa mikilvægar upplýsingar um far þeirra. Til þess að afla þeirra upplýsinga þarf að merkja fiskinn en hann þarf einnig að endurheimtast. Einnig má skoða efnasamsetningu kvarna (eða jafn- vel einstök efni) í hverjum árhring fyrir sig og skoða þannig breytingar milli ára hjá einstaklingum og jafn- vel fylgja því eftir hvenær þeir fara af uppeldissvæðum til hrygningar. Einnig er hægt að skoða mun milli einstaklinga og sjá hverjir hafa verið í svipuðu umhverfi og hvort eða hve- nær aðskilnaður þeirra hefur orðið. Þess konar rannsóknir væru upp- lagðar fyrir fisktegundir með dreifð hrygningarsvæði en sameiginlegar uppeldisstöðvar, eins og t.d. íslenska þorskinn. Hrogn og seiði þorsks berast frá aðalhrygningarsvæðum fyrir Suður- og Vesturlandi á upp- eldissvæði fyrir Norður- og Austur- landi og meginþorri þorska að fimm ára aldri er á uppeldissvæðunum.19 Þessi aðferð hefur meðal annars verið notuð með góðum árangri við Ástralíu þar sem hægt var að sýna fram á að fullorðnir einstaklingar af gullflekk (Pagrus auratus) væru upprunnir á einu eða tveimur upp- eldissvæðum. Eftir að einstakling- arnir yfirgáfu uppeldissvæðin voru þeir á flakki í tvö til þrjú ár áður en þeir tóku sér bólfestu á einhverju ákveðnu hrygningarsvæði.20 Efnafræði kvarna er líka hægt að nota til að skoða hlutföll ákveðinna undirstofna innan blandaðs hóps á fæðuslóð. Margar fisktegundir koma ár eftir ár á ákveðin svæði til að hrygna, en á fæðuslóð safnast saman einstaklingar sem hrygna á mismunandi svæðum. Skýrt dæmi um þetta eru anadromous ein- staklingar (lifa að mestu í sjó en hrygna í fersku vatni) sem hrygna hver í sinni á en eru á sömu fæðu- slóðum í hafi.21 Þar sem efnasam- setning kvarna í einstaklingum sem hrygna á sama svæði er ólík þeim sem hrygna á öðrum svæðum má skoða hlutföll mismunandi hrygn- ingarstofna innan blandaða hópsins. Einnig má rekja uppruna hrygning- arfisks (þ.e.a.s. finna út hvar hann var sem seiði) með því að bera efnasamsetningu heilla kvarna úr seiðum saman við kvarnakjarna (innsti hringurinn í kvörninni sem samsvarar fyrsta æviárinu) úr full- orðnum fiski úr sama árgangi og seiðin (til dæmis ef seiði sem safnað var árið 2000 væru borin saman við kvarnakjarna úr 5 ára fiski sem safnað hefði verið árið 2005). Rann- sókn af þessu tagi hefur verið gerð á þorski við Ísland.22 Í henni var rakinn uppruni þorsks sem hrygndi á mismunandi svæðum árin 2002 og 2003 (árgangar 1996 og 1997). Árin 1996 og 1997 voru mjög ólík. Straumar frá hrygningarsvæðum fyrir Suðurlandi að uppeldissvæð- um fyrir Norðurlandi voru sterkir 1997 og við það blönduðust seiði frá mismunandi hrygningarsvæðum. Árið 1996 voru straumar ekki eins sterkir og því var minni blöndun seiða. Þessi munur í blöndun gerði það að verkum að ekki var hægt að greina á milli seiða frá mismunandi hrygningarsvæðum 1997 og því ekki unnt að rekja uppruna þess árgangs. Forsendur fyrir þessum rannsókn- um eru að (1) hægt sé að greina milli hrygningarhópa/seiða, (2) sýni séu til staðar úr öllum mögulegum hrygningarhópum/seiðahópum og (3) þau efni sem nota á í rannsókn- inni breytist ekki mikið frá þeim tíma sem þeir eru aðgreindir á vorin og þar til þeir blandast.1 Umhverfis- aðstæður skipta því miklu máli fyrir þessar rannsóknir. Far milli ferskvatns og sjávar Um 160 fisktegundir lifa bæði í fersku vatni og sjó (e. diadromous), en það er tæplega 1% allra fiskteg- unda.21 Sumar tegundir lifa meiri- hluta æviskeiðsins í sjó en hrygna í fersku vatni (áðurnefndar ana- 8. mynd. Aðgreining undirstofna þorsks umhverfis Ísland með lögun og efnasamsetn- ingu kvarna. Hver litur samsvarar svæðum þar sem lögun og efnasamsetning kvarna var svipuð. Sýnum var safnað tvö ár; 2002 (þríhyrningar) og 2003 (ferningar). – Discrimi- nation between cod in Icelandic waters using otolith shape and chemistry. Each colour indicates locations with similar otolith shape and chemistry. Samples were collected in 2002 (triangles) and 2003 (squares). 24°W 22°W 20°W 18°W 16°W 14°W 63°N 64°N 65°N 66°N 80 1-2#loka.indd 68 7/19/10 9:53:04 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.