Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 71

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 71
71 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Árni Hjartarson HVAR ER GERPIR UPPRUNNINN? Gerpir og Barðsneseldstöðin Gerpir er hluti af fornu og löngu kulnuðu eldfjalli sem nefnt hefur verið Barðsneseldstöðin (1. mynd). Þetta var eldfjall sem líktist Kröflu eða Öskju með fjölbreytilegri gos- virkni. Þar urðu mikil sprengi- og gjóskugos samhliða rennsli súrra og ísúrra hrauna en inn á milli urðu vægari eldsumbrot þegar basalthraun runnu frá gígaröðum. Eldstöðin hefur því að öllum lík- indum hlaðist upp nálægt miðju gamals gosbeltis. Gosbeltin geta verið af tvennum toga, rekbelti eins og Norðurlandsgosbeltið í dag eða hliðarbelti eins og Snæfellsnesgos- beltið. Jarðlagaskipan og bergefna- fræði benda eindregið til að Gerpir sé myndaður á rekbelti.1 Meðallíf- tími eldstöðva eins og Barðsneseld- stöðvar hefur verið áætlaður um 1 milljón ára.2 Eftir það hefur hún kulnað og grafist hægt og hægt undir yngri gosmyndanir og þannig horfið af yfirborði jarðar. Á sama tíma hefur hana rekið út úr gosbelt- inu. Seinna rofnaði ofan af henni og bergmyndanir hennar birtust á yfirborði jarðar á ný, langt frá hinu virka gosbelti. Nú um stundir vinn- ur hafaldan ötullega að því að brjóta hana niður og er aldir renna hverfa leifar hennar í sjó fyrir Austurlandi. Geislasteinar og ummyndun bergs gefa til kynna að um 500 m hafi veðr- ast ofan af staflanum á Gerpissvæð- inu.3 Gerpir er talinn vera 13–14 milljón ára. Margar aldursgreining- ar hafa verið gerðar á honum þannig að vitneskjan um aldurinn á að vera traust (1. tafla). Rekbeltin Nýsköpun jarðskorpunnar og gliðn- un á sér stað í rekbeltum og þar á landrekið upphaf sitt. Núverandi rekbelti Íslands eru nokkuð misbreið frá einum stað til annars og eru um 60 km þvert yfir þar sem þau eru breiðust. Eftir þeim miðjum liggur ímyndaður ás, rekásinn. Vestan við hann rekur land til vestlægrar áttar og austan við hann til austlægrar Hvar er Gerpir, austasti höfði landsins, upprunninn? Í hvaða gosbelti myndaðist hann? Spurningin virðist frekar einföld en svarið hefur vafist fyrir mönnum í áratugi. Hér á eftir verður þessi spurning skoðuð á ýmsa lund. Greinin er að mestu byggð á samnefndu erindi sem haldið var á vorráðstefnu Jarðfræðifélags Íslands (JFÍ) 2006. 1. mynd. Gerpir, austasti múli Íslands, séður úr Sandvík. – Gerpir, the easternmost promon- torium of Iceland. Ljósm./Photo: Ína Gísladóttir. Ritrýnd grein Náttúrufræðingurinn 80 (1–2), bls. 71–76, 2010 80 1-2#loka.indd 71 7/19/10 9:53:08 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.