Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 73

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 73
73 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags rekbeltisins. Við þetta jókst rekhrað- inn til austurs um helming miðað við upprunastaðinn og hefur haldist þannig allt til þessa dags. Brotni fer- illinn á 4. mynd sýnir að miðað við rekhraðann 0,9 cm á ári nær mynd- unin ekki að komast nema 170 km til austurs. Til að ná 330 km þarf rekhraðinn að vera 1,7 cm/ár. Þetta er ótrúlega há tala. Þá má spyrja: Hvað ef gliðnunin var ósamhverf? Því er fljótsvarað: Þótt hún hafi verið fullkomlega ósamhverf og allt rekið hafi verið til austurs (og þar af leiðandi ekkert til vesturs) dugir það ekki til að flytja jarðmyndunina nema 241 km. Dæmið virðist ekki ganga upp. Samkvæmt þessu getur Gerpir ekki hafa myndast í Húnaflóabeltinu nema rekhraðinn hafi verið sýnu meiri en yfirleitt hefur verið reikn- að með. Undirritaður hefur raunar lengi haldið því fram að svo sé.7 Gerum nú ráð fyrir að Gerpir sé upprunninn í Norðurlandsbelt- inu og að það hafi því verið virkt samfellt í a.m.k. 13,4 milljónir ára. Hann er 150 km austan við miðju gosbeltisins í dag. Hér verða reikn- ingarnir þægilegri því ekki þarf að gera ráð fyrir neinum rekbeltaflutn- ingi. Byrjum á einfölduðu dæmi. Gerpir verður til nálægt miðju þessa gosbeltis og rekur til austsuðausturs 0,9 cm/ár, sem eru 9 km á milljón árum: 9 km/m.ár x 13,4 m.ár = 121 km Hér vantar 29 km, eða nærri 20%, upp á þá 150 km sem eru á milli Gerpis og miðáss Norðurlandsbelt- isins. Gosbelti Íslands eru 60 km á breidd þar sem þau eru breiðust. Því má segja að hafi Gerpir orðið til í austurjaðri gosbeltisins, 30 km frá ás þess, þá sé dæmið leyst. Þetta er í samræmi við niðurstöð- ur Ross og Mussetts15 og Mussetts o.fl.16 um aldur bergs á Austurlandi og rekhraða út frá gosbeltinu, en þeir héldu því fram að allt berg á Miðausturlandi væri upprunnið í Norðurlandsbeltinu. Þessi kenning virðist hafa verið tekin góð og gild af jarðfræðingum í aldarfjórðung, því engir hafa orðið til að andæfa henni. Á henni eru þó a.m.k. fjórir agnúar. Í fyrsta lagi þarf að gera ráð fyrir því að nánast öll gliðnun landsins í 13 milljón ár hafi átt sér stað í Norðurlandsbeltinu til þess að dæmið gangi vel upp. Fátt bend- ir til þess. Bæði aldursgreiningar og jarðlagaskipan gefa til kynna að Húnaflóabeltið hafi tekið þátt í gliðnuninni að meira eða minna leyti allan fyrri helming tímabilsins. Í öðru lagi bendir ekkert til þess að Gerpir sé upprunninn utarlega í gosbelti. Talið er að um 500 m þykk jarðlagasyrpa hafi veðrast burt af kolli hans, eins og áður sagði, og jarðmyndun sem verður til utarlega í gosbelti á ekki að geta kaffærst 4. mynd. Rek Gerpis til austurs frá Húnaflóagosbeltinu. Þetta er tíma-fjarlægðar línurit. Brotni bleiki ferillinn sýnir landrekið miðað við hraðann 0,9 cm/ár. Heildregni rauði ferill- inn sýnir þann hraða sem þarf til að Gerpir komist þá 330 km sem hann virðist hafa rekið á liðnum 13 milljón árum. Sá rekhraði (eða sýndarrekhraði) er 1,7 cm/ár. – Time/ distance diagram indicating the eastward drift of Gerpir. The broken magenta line gives the drift according to 0.9 cm/year. The red line shows the neccessary drift rate for Gerpir to reach the 330 km that it seems to have managed last 13 million years. The apparent rate is 1.7 cm/year. 3. mynd. Rek Gerpis og Hrafnseyrareldstöðvar frá hugsanlegum upprunastöðum sínum í gosbeltum Norðurlands. Rauðu brotastrikin tákna rekása Húnaflóabeltis og Norðurlands- beltis. – The drift of Gerpir Central Volcano and Hrafnseyri Central Volcano from their possible origins inside the rift zones. Flutningur rekbelta 7−5 m. ár Mörk rekbeltis Snæfellsnes - Húnaflóaás M ill jó n ár 80 1-2#loka.indd 73 7/19/10 9:53:18 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.