Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 77

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 77
77 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Í heimsfréttum birtast hvað eftir annað jákvæð viðhorf annarra þjóða til þessara tignarlegu dýra. Frétta- stofan Associated Press dreifði nýlega þeirri frétt, sem birtist m.a. í New York Times, að hún Flocke í Nürnberg og hann Raspútín frá Rússlandi myndu flytja saman í sérstakan dýragarð í Suður-Frakk- landi og vonast væri til að þau mynduðu fjölskyldu. Dýragarð- urinn í Kaupmannahöfn tilkynnti nýlega að gera ætti endurbætur þar á aðstöðu hvítabjarna sem mundu kosta 150 milljónir danskra króna. Í Japan fæddist nýlega birna sem þegar hefur komið fram á alþjóð- legum fréttaskjám og aðdáunar- fullir áhorfendur horfðu á hana leika sér með bolta. Miðað við söguna gætu slík „vísindaskrif“ sem vitnað var til í Náttúrufræðingnum birst á nokk- urra ára fresti. Frekar hefði mátt búast við slíkri grein í skotveiðiriti. Í grein náttúrufræðinganna segir frá ályktun umhverfisráðuneytis á þá leið að þessir gestir sem koma hingað reglulega skuli drepnir án nokkurra frekari tilrauna til að fanga þá og ráðstafa. Niðurstaða ráðuneytisins byggist að því er virðist á fjórum meginatriðum: þeir séu ekki í útrýmingarhættu,a) dýrin séu stórhættuleg óargadýr b) og mannætur, ítarlega hafi verið ráðgast við alla c) fræðimenn, of dýrt.d) Ekki get ég tekið undir neitt af þessu. Hvítabirnir á Íslandi Á síðasta ári birtist í Náttúrufræðingnum grein sem skýrði frá og rétt- lætti dráp tveggja hvítabjarna í Skagafirði árið 2008 og sennilega birtist svipað eftir dráp hvítabjarnar í Þistilfirði. Einstakir hvítabirnir komast ekki í heimsfréttir nema þegar þeir eru drepnir á Íslandi eða verða stjörnur í dýragörðum erlendis, eins og t.d. Knútur í Berlín. Náttúrufræðingurinn 80 (1–2), bls. 77–78, 2010 Efri mynd: Hansína í Meistaravík sumarið 1962. Ljósm.: Birgir Guðjónsson. Neðri mynd: Óargadýr?? Birgir Guðjónsson Umræða 80 1-2#loka.indd 77 7/19/10 9:53:32 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.