Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 78

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 78
Náttúrufræðingurinn 78 Ráðuneytið hafnar því að hvíta-a) björninn sé í útrýmingarhættu! Þetta stangast á við það að umhverfisráð- stefna Sameinuðu þjóðanna taldi hann í slíkri hættu að hann var gerð- ur að einkennistákni ráðstefnunnar með styttu úr ís. Það stangast á við umsögn Davids Attenborough, eins fræg- asta náttúrufræðings í heimi, sem nýlega kynnti í þáttum BBC hvernig hlýnandi veður minnkar hafísinn og þrengir að lífsháttum hvítabjarnarins. Helgi Björnsson jöklafræðingur hefur nýlega einnig bent á hvað jöklar bráðna ört vegna hlýnandi veðurfars. Það stangast á við sjónarmið Bandaríkjanna og Rússlands en þetta var nánast það eina sem þau komu sér saman um í miðju kalda stríðinu. Síðan hafa Kanada, Græn- land/Danmörk og Noregur bæst í hóp þeirra landa sem telja þörf á að vernda hann. Þessi ríki funda reglulega um stöðu þessara mála og fulltrúar þeirra hittust síðast í Noregi á sl. ári og munu hittast í Kanada á næsta ári og í Rússlandi árið 2013. Ísland er eina landið þar sem hvítabirnir eru og munu verða drepnir kerfisbundið. Áhugi minn á hvítabjörnum b) vaknaði er ég dvaldi sem læknir í Meistaravík á Grænlandi sumarið 1962. Þangað komu inúítar frá Scoresbysundi með bjarnarhún sem varð þar eftir. Þetta var lítil birna sem kölluð var Hansína og varð að gæludýri okkar þorpsbúa. Hún var sem hvolpur sem þótti gaman að leika sér að boltum og synda í lækn- um. Þótt ég hafi klappað Hansínu hef ég enn alla mína fingur. Hansína var síðar flutt í dýragarðinn í Kaup- mannahöfn. Fljótlega eftir heimkomu mína frá Bandaríkjunum, eftir nokkurra ára námsdvöl þar árið 1974, var drepinn hvítabjörn á Íslandi og undraðist ég þá almenn viðhorf. Þau stönguðust mjög á víð þau sem við fjölskyldan höfðum kynnst í ríkis- og þjóðgörðum Bandaríkj- anna þar sem oft hafði verið dvalið í helgar- og sumarleyfum. Þar voru þeir birnir fangaðir sem gerðust ágengir, fluttir burtu og afar sjald- an felldir. Þetta er einnig gert í Churchill í Kanada þar sem nálægð hvítabjarna við mannabyggð er hvað mest. Ég taldi að þetta ætti einnig að vera kleift hér þótt þekk- ingu hafi skort. Í einfeldni minni hélt ég, eins og Guðmundur söng; „hraustir menn, finnast hér á landi enn“. Mér tókst með tengingum bæði til Meistaravíkur og þjóðgarðanna að afla ágætra upplýsinga og töldu viðmælendur mínir að slíkt ætti að vera kleift hér sem annars staðar, enda eru aðferðir vel þekktar og hafa verið notaðar við stærstu dýr Afríku. Björgun dýra krefst að sjálfsögðu undirbúnings og skipulags. Hélt ég að „hraustir menn“ gæfu sig fram, en þeir hafa enn ekki fundist. Frægasti einstakur björn mun vera Knútur í Berlín, sem varð að alheimssjónvarpsstjörnu er hann lék við gæslumann sinn. Knút átti ég þess kost að heimsækja í Berlín í sl. sumar. Hann var orð- inn stálpaður og kepptist við að velta sér upp úr moldinni. Fjöldi gesta eyddi góðri stund við svæði hans. Knútur átti nýlega þriggja ára afmæli og kom fjöldi Berlínarbúa til að horfa á hann neyta veislu- kostsins, eins og sjá mátti á vefsíðu Morgunblaðsins. Við dvalarstað Knúts er látúns- skilti sem á stendur: Umhverfis- ráðuneyti Þýskalands er sérstakur verndari Knúts. Síðustu fréttir af Knúti eru þær að honum hefur verið fundin kærasta. Ráðgjöf. Ráðuneytið hefur fundið c) jábræður en ekkert gert til að kynna sér viðhorf einstaklinga sem hvað mest hafa kynnt sér slík mál og hafa skrifað alls sex blaðagreinar. Kostnaður er alltaf einhver, en d) hann er afstæður, sérstaklega hjá þjóð sem flytur rostung í flugi frá Hollandi til Íslands og síðan á varð- skipi til Grænlands! Hvað skyldi dráp hvers hvítabjarnar kosta með vinnu, flutningi „vísindarannsókn- um“, uppstoppun og varanlegri geymslu? Dráp eins hvítabjarnar mun að sjálfsögðu ekki gera út af við stofn- inn né rýra frekar álit umheimsins á Íslendingum. Næstu hvítabjarnarfréttir verða sennilega annaðhvort af ástalífi Knúts í Berlín eða „vísindaritgerð“ af drápi, fláningu, krufningu og uppstoppun ættingja hans frá Grænlandi. Knútur í Berlín sumarið 2009. Ljósm.: Birgir Guðjónsson. Skilti Umhverfisráðuneytis Þýskalands 2009. Ljósm.: Birgir Guðjónsson. Um höfundinn Birgir Guðjónsson (f. 1938), útskrifaðist frá Lækna- deild Háskóla Íslands 1965. Hann stundaði framhalds- nám í lyflæknisfræði og meltingarsjúkdómum frá Háskólanum í Yale og var aðstoðarprófessor þar í nokkur ár. 80 1-2#loka.indd 78 7/19/10 9:53:37 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.