Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 8
Náttúrufræðingurinn 88 Í síðasta hefti Náttúrufræðingsins voru ágengar tegundir og helstu hugtök er þær varðar skilgreind.32 Fjallað var almennt um líffræði þeirra, m.a. einkenni, stofnvaxtarferla og afleiðingar fyrir aðrar tegundir, auk aðgerða gegn þeim á heimsvísu. Ísland hefur ekki farið varhluta af áhrifum framandi og ágengra teg- unda og verður hér leitast við að varpa ljósi á þær tegundir sem um ræðir, ásamt einkennum þeirra og stöðu í íslenskri náttúru. Framandi tegundir á Íslandi Ljóst er að mörg þúsund tegundir hafa flust til Íslands með mönnum frá landnámi. Áætlað er að meira en 10 þúsund tegundir blómplantna og byrkninga (að frátöldum stofublóm- um) hafi verið fluttar hingað,33 21 landspendýrategund (að frátöldum gæludýrum),34 a.m.k. 13 tegundir og margir stofnar fugla og fiska (að frátöldum gæludýrum) (Landbún- aðarráðuneytið, munnl. uppl.) og meira en 200 tegundir landhrygg- leysingja (Erling Ólafsson, munnl. uppl., 23.10.2008). Lítið er vitað um fjölda innfluttra hryggleysingja í ferskvatni og fjörum, eða fjölda fléttna, þörunga, mosa, sveppa, frumdýra, baktería og veira. Fjöldi innfluttra tegunda segir þó ekki allt, því einungis hluti þeirra tegunda sem fluttar eru inn á nýtt svæði sleppur út í náttúrulegt umhverfi og nær fótfestu.t.d. 35 Á Íslandi hefur undanfarin ár verið unnið að uppbyggingu gagna- grunns um framandi og ágengar tegundir í náttúru landsins, meðal annars með þátttöku í áðurnefndu NOBANIS-verkefni (www.nobanis. org). Þeirri vinnu hefur verið stýrt af Náttúrufræðistofnun Íslands, með aðkomu sérfræðinga af mismunandi sviðum og stofnunum. NOBANIS- gagnagrunnurinn er samstarfs- verkefni margra landa og nær yfir Austurríki, Belgíu, Danmörku, Eist- land, Finnland, Færeyjar, Grænland, Holland, Írland, Ísland, Jan Mayen, Lettland, Litháen, Noreg, Pólland, evrópska hluta Rússlands, Slóvakíu, 3. mynd. Skipting framandi og ágengra tegunda á Norðurlöndum í helstu lífveruhópa. – The division of alien and invasive species in major groups of organisms (NOBANIS, ágúst 2010). 2. mynd. Heildarfjöldi framandi tegunda á Norðurlöndum og flokkun þeirra eftir ágengni. – Alien species in the Nordic countries and their invasiveness (NOBANIS, ágúst 2010). 1. mynd. Fjöldi framandi tegunda í íslenskri náttúru og skipting þeirra í flokka eftir ágengni skv. gagnagrunni NOBANIS-verkefnisins. – The number of alien species found in Iceland, classified according to invasiveness (NOBANIS, nóv. 2010). 80 3-4#Loka_061210.indd 88 12/6/10 7:21:59 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.