Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 9

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 9
89 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Svalbarða, Svíþjóð, Tékkland og Þýskaland. Honum er ætlað að vera lifandi, síbreytilegur gagnagrunnur, þar sem stöðugt er unnið að endur- skoðun og viðbót nýrra upplýsinga. Enn vantar ákveðnar upplýsingar fyrir sum lönd, svæði eða tegundir en þrátt fyrir það er gagnagrunn- urinn orðinn mikilvægt tól til að greina og fá yfirlit um stöðu framandi tegunda á Íslandi og næsta nágrenni. Samkvæmt skilgreiningu NOBANIS er framandi lífvera tegund, undir- tegund eða lægri flokkunareining (svo sem afbrigði, kyn eða stofn), þar með talið lífhlutar, kynfrumur, fræ, egg eða dreifingarform sem geta lifað af og fjölgað sér, sem menn hafa flutt (viljandi eða óviljandi) út fyrir sitt náttúrulega forna eða núverandi útbreiðslusvæði.36 Samkvæmt gagnagrunninum er að finna að lágmarki 135 framandi tegundir í náttúru Íslands (miðað við uppgefnar tölur í nóvember 2010) (1. mynd) (2.–4. tafla). Þetta eru álíka margar framandi tegundir og finna má á Grænlandi og í Fær- eyjum en mun færri en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku (2. mynd). Þegar litið er til hópa lífvera eru 63% framandi tegunda á Íslandi plöntur, þörungar og sveppir, 26% hryggleysingjar og 11% hryggdýr.36 Miðað við nágrannalönd okkar virð- ist hlutdeild dýra af heildarfjölda 4. mynd. Skipting þeirra framandi tegunda sem nú hafa náð fótfestu á Norðurlöndum eftir því hvort þær bárust fyrir aldamótin 1900, á fyrri hluta 20. aldar eða eftir 1950. Upp- lýsingar voru ekki tiltækar fyrir Noreg. – The division of alien species in the Nordic coun- tries according to the timing of their introduction. Information was not available for Norway (NOBANIS, ágúst 2010). framandi tegunda á Íslandi vera heldur meiri en gengur og gerist (3. mynd). Þetta endurspeglar ef til vill landfræðilega einangrun Íslands og erfiðleika dýra við að berast hingað af sjálfsdáðum, en einhverjar dýra- tegundir sem hér teljast framandi eru innlendar í nágrannalöndum okkar, enda liggja náttúrulegir ferlar að baki tilvist þeirra þar. Sennilegasta skýringin á ólíkum fjölda framandi tegunda á Norður- löndum er mismunandi innflutn- ingsþrýstingur, sem helst hefur ráð- ist af mismiklum fólksfjölda og ólíku aðgengi að löndunum í aldanna rás. Þegar skoðaðar eru upplýsingar um hvenær framandi tegundir bárust til viðkomandi lands sést að Ísland sker sig talsvert úr. Hingað hafa 52% framandi tegunda borist eftir 1950, en í Danmörku, Svíþjóð og Finn- landi er þetta hlutfall 14–22% og ef litið er til allra NOBANIS-svæða hafa 15% framandi tegunda borist eftir 1950 (4. mynd). Á Íslandi hefur 4. tafla. Framandi tegundir á Íslandi sem ekki hafa verið flokkaðar með tilliti til mögulegrar ágengni. – Alien species in Iceland that have not been evaluated with regard to invasiveness (NOBANIS, sept. 2010). Framandi, óflokkaðar tegundir – Alien uncategorized species Alaskavíðir (Salix alaxensis) Sitkaelri (Alnus sinuata) Alaskaösp (Populus trichocarpa) Síberíugrýta (Claytonia sibirica) Apablóm (Mimulus guttatus) Spánarkerfill (Myrrhis odorata) Fjallakornblóm (Centaurea montana) Stormþulur (Senecio pseudo-arnica) Garðalúpína (Lupinus polyphyllus) Tjarnasverðlilja (Iris pseudacorus) Garðamaríustakkur (Alchemilla mollis) Vætudúnurt (Epilobium adenocaulon) Hóffífill (Tussilago farfara) Þistill (Cirsium arvense) Húnakló (Heracleum sphondylium) Hjartaskel (Cerastderma edule) Kransarfi (Egeria densa) Sandskel (Mya arenaria) Melahálmgresi (Calamagrostis epigeios) Birkikemba (Heringocrania unimaculella) Sauðvingull (Festuca ovina) 80 3-4#Loka_061210.indd 89 12/6/10 7:22:00 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.