Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 16

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 16
Náttúrufræðingurinn 96 Búrabobbi Búrabobbi, einnig nefndur búrasni- gill (11. mynd), er allt að 13 mm langur ferskvatnssnigill af ættinni Physidae.97 Hann er upprunninn í N-Ameríku98,99 en finnst nú á fersk- vatnsbúsvæðum nánast um allan heim. Búrabobbi er algengur í Evr- ópu, Asíu, Ástralíu og Afríku, en þar hefur hann margoft borist úr fiska- búrum vegna gæludýrahalds.99,100 Hann er víða talinn ágengur, m.a. vegna tjóns á efnahagslega mikil- vægum plöntum í gróðurhúsum og hefur valdið verulegum vandræðum við hreinsun skólps, þar sem hann getur gert lífrænar síur óvirkar.101 Þá getur búrabobbi veitt öðrum tegund- um vatnabobba samkeppni.100 Hann virðist hafa borist út í íslenska nátt- úru undir lok áttunda áratugarins og fannst fyrst í Fossvogslæk, á þeim tíma þegar vatni frá heimilum var veitt út í lækinn. Síðar barst snigillinn í tjarnir í Vatnsmýri og í Reykjavíkur- tjörn, þar sem hann er nú algengur. Hann hefur einnig fundist margoft í Opnum í Ölfusi (Karl Skírnisson, munnl. uppl., 24.09.2010). Búrabobbi virðist geta lifað í mjög fjölbreytilegu umhverfi og þolir vel erfiðar aðstæður, svo sem mengun og bæði hátt og lágt hitastig í til- tölulegan stuttan tíma.99 Hann er frjósamur, hefur mikla dreifigetu, þar sem hann berst auðveldlega með athöfnum manna, og virðist eiga auðvelt með að aðlagast nýjum umhverfisaðstæðum. Allir þessir þættir eiga þátt í mikilli útbreiðslu hans.100 Af löndum í Norður-Evr- ópu hefur hann, auk Íslands, náð fótfestu í Austurríki, Þýskalandi, Póllandi og Svíþjóð. Ísland er þó hið eina af þessum löndum þar sem búrabobbi flokkast sem ágengur.36 Enn sem komið er virðist hann ekki hafa haft teljandi neikvæð áhrif hér á landi en ekki er útilokað að til- koma tegundarinnar í íslenskt lífríki geti valdið breytingum þegar fram líða stundir (Karl Skírnisson, munnl. uppl., 24.09.2010). Ekki er ráðlegt að nota eitrun gegn sniglinum vegna neikvæðra hliðaráhrifa á annað lífríki. Hins vegar hafa verið gerðar tilraunir til að fækka honum með vatnaskortít- unni Sphaerodema rusticum, sem er afræningi á búrabobba.101 Þótt sú aðferð gæti skilað árangri í skólp- hreinsistöðvum erlendis kæmi hún ekki til greina hér á landi. Mögulega ágengar tegundir á Íslandi Fyrir utan þær tegundir sem fjallað hefur verið um, og eru flokkaðar sem ágengar á Íslandi, finnast hér fjölmargar tegundir sem hæglega gætu orðið ágengar þótt þær flokk- ist ekki þannig þegar þetta er ritað. Hafa þær verið settar í sérstakan flokk og skilgreindar sem mögulega ágengar tegundir (2. tafla). Hegðun framandi tegundar í ná- grannalöndum eða -svæðum getur haft hvað best forspárgildi um það hvort hún verði ágeng er hún nær fótfestu á nýju svæði.(t.d. 102) Með greiningum á gagnagrunni NOB- ANIS (í ágúst 2010) sést að af 135 framandi tegundum á Íslandi hafa 35 orðið ágengar í a.m.k. einu öðru NOBANIS-landanna (12. mynd). Athyglisvert er að í þessum hópi eru einhverjar framandi tegundir sem á Íslandi eru hvorki flokkaðar sem ágengar né mögulega ágengar, t.d. garðalúpína, geitakál, vætu- dúnurt og rifsberjarunni, en hafa allar orðið ágengar í a.m.k. helmingi þeirra NOBANIS-landa þar sem þær teljast framandi. Mikilvægt er að fylgjast vel með öllum tegund- unum í 2. töflu og á 12. mynd. Auk tegunda sem nú þegar eru taldar ágengar virðist þó mest hætta stafa af bjarnarkló, ígulrós, kílaveiki- bakteríu, stafafuru, brúnrottu, svar- trottu, sandfaxi og kanínu, því þær eru allar flokkaðar sem mögulega ágengar hérlendis ásamt því að hafa orðið ágengar á háu hlutfalli nágrannasvæða. Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á bjarnarkló og kanínu. Bjarnarkló, stundum nefnd tröllahvönn (13. mynd), kemur upp- runalega frá vesturhluta Kákasus og er mjög stórvaxin planta, oft 2–3 m á hæð, en getur orðið allt að 4–5 m.103 Hún hefur víða orðið mjög ágeng erlendis og telst meðal 100 verstu ágengu tegunda í Evrópu.37 Bjarn- arkló er enn sem komið er tiltölulega sjaldgæf utan garða hérlendis en hef- ur sýnt tilburði til að verða ágeng.104 Hún hefur verið flutt til landsins sem garðplanta enda þykir stór 11. mynd. Ferskvatnssnigillinn búrabobbi í fiskabúri. – A European physa (Physella acuta) in a fish tank. Ljósm./Photo: Jean Pierre Pointier. 80 3-4#Loka_061210.indd 96 12/6/10 7:22:05 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.