Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 27

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 27
107 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags fyrirtæki þær frekar fyrir hópnum og svöruðu spurningum. Um önnur svæði voru einungis til léleg eða gömul gögn sem torvelduðu matið. Gögn um raflínur voru ekki alltaf trúverðug og olli það nokkrum erfið- leikum. Raflínur eru álitnar hafa mikil áhrif á upplifun ferðamanna og því skiptir staðsetning þeirra miklu máli. Raflínur voru ein helsta ástæðan fyrir að áhrifasvæði virkj- ana urðu oft stór. Virkjanasvæðin sem um ræðir eru mjög ólík og því erfitt að bera þau saman. Þannig hafa svæði sem henta annars vegar fyrir vatnsafls- virkjanir og hins vegar fyrir jarð- varmavirkjanir mjög mismunandi eiginleika, annars vegar gljúfur og fossa eins og Jökulsárgljúfur, en hins vegar háhitasvæði á borð við Torfajökulssvæðið. Hugmyndir um virkjunarframkvæmdir eru jafn- framt mjög ólíkar og áhrif þeirra á umhverfið þar með ólík. Þá eru hálendissvæði frábrugðin láglendis- svæðum og byggðum svæðum og áhrif virkjana þar önnur. Búast má við að umfangsmestu og umdeild- ustu áhrifin verði á hálendinu, því víðernin og óröskuð náttúra eru viðkvæmust fyrir mannvirkjum. Við hönnun aðferðafræðinnar var því megináhersla lögð á að ná utan um þau áhrif. Þrátt fyrir þessa fyrirsjáanlegu erfiðleika var faghópur 2 fenginn til að þróa aðferðafræði og leggja mat á hagsmuni þeirra sem stunda eða skipuleggja ferðamennsku og útivist og raða virkjunarmöguleikunum með hliðsjón af þeim. Hitann og þungann af þróun aðferðafræðinnar báru höfundar þessarar greinar, en aðferðirnar voru jafnóðum próf- aðar í faghópnum sem kom með athugasemdir og tillögur. Í faghópnum voru: Anna G. Sverrisdóttir viðskiptafræðingur og ráðgjafi í ferðaþjónustu, formaður, Sveinn Runólfsson náttúrufræðing- ur og landgræðslustjóri, Anna Dóra Sæþórsdóttir landfræðingur og dósent í ferðamálafræðum við Há- skóla Íslands, Rögnvaldur Ólafsson eðlisfræðingur og forstöðumaður Stofnunar fræðasetra Háskóla Ís- lands, Jóhannes Sveinbjörnsson fóðurfræðingur, bóndi og dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands, Ólafur Örn Haraldsson landfræð- ingur, forseti Ferðafélags Íslands og þjóðgarðsvörður, Friðrik Dagur Arnarson landfræðingur og fram- haldsskólakennari (í faghópnum frá 15. ágúst 2009), Guðni Guðbergsson fiskifræðingur og sérfræðingur á Veiðimálastofnun (í faghópnum frá 30. okt. 2009), Einar Torfi Finnsson landmótunarfræðingur, leiðsögu- maður og einn eigenda Íslenskra fjallaleiðsögumanna (í faghópnum frá 1. desember 2009). Allt þetta fólk þekkir landið vel og hefur mikla reynslu af ferðalögum um landið, bæði á eigin vegum og vegna starfa sinna. Sökum fyrrnefnds skorts á gögnum varð faghópurinn oft að byggja mat sitt á eigin þekkingu og reynslu. Svolítið var misjafnt hve margir þekktu til hvers svæðis og á nokkrum svæðum var þekk- ingin takmörkuð. Þá var leitað til sérfróðra, t.d. landvarða, leiðsögu- manna, rekstraraðila í ferðaþjónustu og starfsmanna í orkugeiranum. Einnig voru farnar þrjár skoðunar- ferðir á svæði sem hópnum þótti ástæða til að kynna sér sérstaklega, tvær á vegum hópsins og ein á vegum rammaáætlunar. Faghópurinn mat ferðasvæðin saman á fundum. Æskilegra hefði verið að hver og einn mæti svæðið eftir þeim viðmiðum sem ákveðin voru og síðan bæri hópurinn sig saman. Þetta var reynt en tíminn sem ætlaður var í vinnuna reyndist ekki nægur fyrir slíkt. Vinnulagið var því að hópurinn fór yfir hvert svæði saman og kom sér saman um einkunnir fyrir viðföngin. Þessu fylgir óneitanlega sú hætta að ein- hver í hópnum þrýsti á ákveðna stefnu eða sjónarmið. Hópurinn ræddi þennan vanda og var sam- mála um að hafa þessa hættu í huga og reyna eftir mætti að minnka hana. Hópnum virðist sem það hafi tekist, þótt slíkt sé auðvitað erfitt að meta. Aðferðafræðin felst í að meta sjálfstætt mörg viðföng á hverju svæði og heildarmatið byggist því á nákvæmri greiningu fremur en almennu viðhorfi. Fyrir bragðið er minni hætta á að matið sé huglægt í stað þess að vera hlutlægt. Mat á virði ferðasvæða Skilgreining ferðasvæða Ferlinu við að meta virði ferðasvæða má skipta í 7 þrep (2. mynd). Fyrsta skrefið í því ferli var að skipta land- inu í ferðasvæði (3. mynd), en skil- greining á mörkum kerfa er einn af grunnþáttunum í kerfisgreiningu.34 Við það var einkum tekið tillit til eiginleika þeirrar ferðamennsku sem stunduð er á svæðinu, auk þess sem horft var til eðlisrænna eigin- leika landsins. Eiginleikar ferða- mennsku ráða því t.d. að ferðasvæðið Askja og ferðasvæðið Ódáðahraun eru sitt hvort ferðasvæðið. Ferða- mennska í Öskju einkennist að hluta til af hópferðamennsku, töluverðum fjölda fólks og þeirri þjónustu sem því fylgir, en í Ódáðahrauni eru ferðamenn einkum einstaklingar í jeppaferðum eða fólk í gönguferð- um. Afmörkun ferðasvæða ræðst einnig af landinu, mörk þeirra eru við fjallsbrúnir (t.d. Brennisteinsfjöll), 2. mynd. Ferlið við að meta og raða ferða- svæðum. – The process of evaluating and grading tourist destinations. 80 3-4#Loka_061210.indd 107 12/6/10 7:22:12 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.