Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 31
111 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags vegar illfært á fólksbíl og fær hann því 1 í einkunn. – Jeppaleið. Á sama hátt er lagt mat á hversu gott er að komast um svæðið á jeppa. Ef leiðin er greiðfær fyrir óbreytta jeppa fær svæðið 10 í einkunn, eins og t.d. Sprengisandur. Sé leiðin hins vegar óljós og mjög ill- fær, jafnvel spurning hvort ökutæki eigi að fara um hana, fær svæðið 1 í einkunn, eins og t.d. Vonarskarð. Í þessu viðfangi er ekki lagt mat á hversu skemmtileg og krefjandi jeppaleiðin er – það er metið í við- fanginu torfæruferðir í flokknum afþreying. – Innviðir fyrir ferðamenn. Svæði þar sem eru vatnssalerni, merkingar og góðir göngu- eða reiðstígar fá 10 í einkunn, t.d. Jökulsárgljúfur. Svæði þar sem einungis er kamar og/eða einfaldar merkingar fá 1 í einkunn, t.d. Gjástykki. Gisting. Metið er hvort sú gisting henti þeim markhópi sem kemur á svæðið og anni með eðlilegum hætti fjöldanum sem þangað sækir. Gefið er fyrir gistiaðstöðu, ann- ars vegar á ferðasvæðinu og hins vegar í nágrenninu, en aðeins hærri einkunnin er tekin með í heildar- matið. Ástæðan fyrir því er m.a. sú að ekki er alls staðar æskilegt að hafa gistingu, t.d. ekki á mjög við- kvæmum náttúrusvæðum. Ferða- mönnum finnast slík svæði ekki batna heldur versna rísi þar hótel.50 Þetta er jafnframt í samræmi við þá stefnu sem birtist í svæðisskipulagi miðhálendis Íslands.27 – Gisting á svæðinu. Dæmi um svæði sem fá 10 í einkunn eru Mývatn og Álftavatn að Fjallabaki, þar sem eru gistirými sem fullnægja þörf ferðafólks. – Gisting í nágrenninu. Miðað er við að ekki sé meira en ákveðinn aksturstími í fjölbreytta gistingu. Sé innan við 30 mín. akstur frá ferða- svæðinu í góða gistingu fær svæðið 10 í einkunn, t.d. Markarfljót. Svæði þar sem er meira en í 2 klst. akstur í gistingu fá hins vegar 1 í einkunn, t.d. Kverkfjöll. Notkun. Fjöldi ferðamanna sem heimsækja áfangastaði er einn af mælikvörðunum á aðdráttarafl svæðis. Flokkurinn notkun skiptist í þrjá undirflokka: notendur (0,1), notkunarmynstur (0,09) og ferða- hegðun (0,01). Í hverjum þeirra eru tvö viðföng. Notendur. Í undirflokknum eru tvö viðföng sem skipta bæði máli og eru því bæði tekin með í útreikninga. – Fjöldi ferðamanna. Svæði þar sem mjög margir ferðamenn koma, fleiri en 10.000 á ári, fá einkunnina 10, t.d. Landmannalaugar og Mývatn. Staðir þar sem færri en 2.000 koma fá einkunnina 1, t.d. Brennisteins- fjöll. – Ferðaþjónusta. Metið er hversu mikilvæg svæði eru fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Mjög mikilvæg svæði fá 10, t.d. Gullfoss og Land- mannalaugar. Svæði sem eru lítið nýtt af ferðaþjónustunni fá 1, t.d. Gjástykki. Notkunarmynstur. Í undirflokknum eru tvö viðföng, fjarlægð frá mark- aði og ferðamynstur. Bæði skipta máli og eru því bæði tekin með í útreikninga. 2. tafla. Virði ferðasvæða (sjá 1. töflu). – The value of tourism regions. Ferðasvæði – Tourism region Virði – Value Ferðasvæði – Tourism region Virði – Value Jökulsárgljúfur 9,60 Djúpá 8,09 Hveravellir 9,58 Fremrinámar 8,04 Askja 9,42 Núpsstaðarskógur 7,89 Torfajökull 9,31 Skagafjarðardalir 7,80 Landmannalaugar 9,29 Ódáðahraun 7,76 Sprengisandur 9,28 Gjástykki 7,74 Gullfoss 9,18 Þjórsárdalur 7,72 Eldgjá 9,11 Ófeigsfjarðarheiði 7,62 Mývatn 9,10 Gljúfurleit 7,57 Langisjór 8,97 Arnardalur 7,53 Þórsmörk 8,94 Hagavatn 7,38 Hólmsárbotnar 8,91 Hágöngur 7,32 Kerlingarfjöll 8,90 Vonarskarð 7,25 Mælifellssandur 8,88 Tindfjöll 7,17 Laki 8,87 Keilir 7,11 Kiðagil 8,86 Þjórsárver 7,01 Geysir 8,83 Brennisteinsfjöll 7,01 Hengill 8,72 Bláfjöll 6,91 Markarfljót 8,71 Þeistareykir 6,28 Hverfisfljót 8,69 Þórisvatn 6,23 Eldhraun 8,68 Þjórsá í byggð 6,03 Krýsuvík 8,59 Hrunamannaafréttur 5,85 Reykjanestá 8,52 Jökulheimar 5,71 Hekla 8,47 Tungnaá 5,33 Álftavatn 8,38 Skálafell 5,21 Kverkfjöll 8,37 Eyvindarstaðaheiði 4,90 Veiðivötn 8,37 Skarðsmýrarfjall 4,54 Öldufell 8,37 Auðkúluheiði 4,52 Goðafoss 8,33 80 3-4#Loka_061210.indd 111 12/6/10 7:22:15 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.