Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 41
121
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
breidd. Móttaka endurvarpa hvers
geisla er nákvæmlega tímasett, en
til þess að umreikna þann tíma í
dýpi þarf góð vitneskja um hljóð-
hraðasnið að vera til staðar. Ýmis
frávik eða hliðrun á réttum gildum
frá jaðartækjunum má í ýmsum
tilvikum lagfæra í seinni úrvinnslu
gagna, ásamt því að sía burt aug-
ljósar villumælingar. Sé þess þörf
er einnig hægt að leiðrétta dýpi
vegna sjávarfalla. Af framangreindu
er ljóst að fjölgeislamælingar eru
ekki einfaldar í framkvæmd; það
er margs að gæta ef tryggja á bestu
fáanlega útkomu. Það er þó vel þess
virði að vanda verkið, því niðurstöð-
urnar geta verið mjög áhugaverðar.
Dæmi um þrenns konar niðurstöður
úr fjölgeislamælingu eru sýnd á 3.
mynd.
Kortlagning Hafrann-
sóknastofnunarinnar
Hafrannsóknastofnunin hefur nýtt
fjölgeislamælingar sem grunn fyrir
aðrar athuganir stofnunarinnar, svo
sem könnun fiskislóða og rann-
sóknir á áhrifum veiðarfæra á botn,
athuganir á viðkvæmum búsvæðum
(m.a. við rannsóknir á kaldsjávar-
kóröllum), ástandi sjávar og jarðfræði
hafsbotnsins. Í samræmi við þessar
áherslur hefur kortlagningin eink-
um beinst að völdum svæðum á ytri
hluta landgrunnsins og landgrunns-
hlíðum sunnan- og vestanlands auk
neðansjávarhryggjanna út af Suð-
vestur- og Miðnorðurlandi.
Á 4. mynd sést yfirlit fjölgeisla-
mælinga Hafrannsóknastofnunar-
innar frá upphafi til ársins 2009 en
3. mynd. Dæmi um mismunandi gerðir fjölgeislakorta. Mælingasvæðið er á landgrunninu norðaustur af Íslandi og sýnir botn á 175–245
m dýpi sem er sundurskorinn af ísjökum. a) Dýptarkort í litum. Gulur litur sýnir minnsta dýpi, blár mesta dýpi. b) Dýptarkort sem svart-
hvít skuggamynd. Ljós er látið falla á svæðið úr norðvestri. c) Botnhörkukort (endurvarpsstyrkur). Mesta harka er sýnd með rauðum lit
en mýksti botninn er í bláum litum.
4. mynd. Yfirlitskort fjölgeislamælinga Hafrannsóknastofnunarinnar 2000–2009. Samfelld
mælingasvæði þekja um 65.000 km2. Efnahagslögsaga Íslands er 754.000 km2.
a) b) c)
80 3-4#Loka_061210.indd 121 12/6/10 7:22:19 AM