Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 42

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 42
Náttúrufræðingurinn 122 nú unnið sér fastan sess við rann- sóknir á hafsbotninum um allan heim. Nægir að vísa til árangurs nokkurra þjóða við Norður-Atlantshafið, svo sem Kanadamanna, Norðmanna og Íra, sem allar eru langt komnar með skipulagða kortlagningu sinna hafsvæða með fjölgeislamælingum. Reynslan sýnir að fjölgeislamæl- ingar hafa í mörgum tilfellum leitt í ljós áður óþekkta hluti og um leið breytt sýn manna á lögun hafsbotns- ins, jafnvel þó að viðkomandi svæði hafi verið mikið rannsökuð á annan hátt. Því má líta á fjölgeislamælingar sem nýja leið til landkönnunar á hafsbotni. Eins og sýnt verður fram á í næstu greinum gefa hin nákvæmu kort, sem með fjölgeislamælingum fást, nýjar upplýsingar um eðli og gerð þess hluta jarðar sem hulinn er vatni. Vart þarf að taka fram að náttúruöflin eru virk neðansjávar ekki síður en á þurru landi. Fjölgeislatæknin á því eftir að varpa skýrara ljósi á marg- vísleg ferli á hafsbotni. Meðal þeirra má telja afleiðingar jarðskjálfta á hafsbotni, eðli viðkvæmra svæða, kóralhóla o.fl. Einnig eðli og gerð eldstöðva og gíga, sprungur og misgengi. Þá má telja afleiðingar hafstrauma, sandöldur og grugg- strauma. Einnig myndun landslags eftir jökla, ísstrauma, jökulgarða, för og skurði eftir ísjaka. Og svona mætti lengi telja. Lokaorð Fjölgeislamælingar hafa reynst afar öflugt tól við könnun á hafsbotn- inum. Í nýlegu hefti Náttúrfræð- ingsins er því lýst hvernig Jónas Hallgrímsson lagði drög að lýsingu Íslands um miðja nítjándu öld. Þorvaldur Thoroddsen hélt áfram á sömu braut og gaf út Lýsingu Íslands á fyrstu áratugum tuttug- ustu aldar.1 Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og margir lagt hönd á plóg við frekari lýsingu landsins. Fjölgeislamælingar hafs- botnsins eru eðlilegt framhald þessarar vinnu. Miðað við stærð efnahagslögsögunnar erum við samt frekar skammt á veg komin í þessum efnum. Það er von okkar að þessi litli greinaflokkur sem hér er fylgt úr hlaði verði til þess að auka áhuga á rannsóknum hafsbotnsins umhverfis Ísland. Að stefnan verði sett á að ljúka því verki sem okkar framsýnu forfeður hófu á sínum tíma; ljúka við lýsingu Íslands. samfelld svæði þekja um 65.000 km2. Eru þá ótaldar umfangsmiklar fjöl- geislamælingar sem stofnunin tók að sér að gera fyrir utanríkisráðu- neytið og Orkustofnun á árunum 2002–2004 vegna landgrunnsmála. Þetta voru mælingar á stökum lín- um innan og utan við 200 sjómílna efnahagslögsögu. Mælingasvæðin voru á Reykjaneshrygg, Hatton- Rockall banka og í svonefndri síldar- smugu norðaustur af Íslandi. Auk þessara fjölgeislamælinga Hafrannsóknastofnunarinnar er rétt að leggja áherslu á að Sjómælinga- svið Landhelgisgæslunnar hefur gert allumfangsmiklar fjölgeisla- mælingar á grunnslóð við landið í tengslum við útgáfu sjókorta. Fjöl- geislamælir Landhelgisgæslunnar vinnur á hærri tíðni (240 kílórið- um) og hentar þess vegna til mæl- inga ofan 100 m sjávardýpis. Því hærri tíðni sem notuð er þeim mun skammdrægara er mælitækið. Hins vegar má fá meiri aðgreiningar- hæfni með hærri tíðni. Siglingastofnun hefur gert fjöl- geislamælingar í höfnum landsins. Umræður Aðeins eru örfáir áratugir síðan fjöl- geislamælingar hófust en þær hafa Um höfundana Guðrún Helgadóttir (f. 1953) lauk B.Sc.-prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands 1979 og cand.scient.-prófi í jarðfræði frá Háskólanum í Ósló 1985. Hún hefur starfað á Hafrannsóknastofnuninni frá 1985, lengst af sem sér- fræðingur. Páll Reynisson (f. 1950) lauk B.Sc.-prófi í eðlisverkfræði frá Háskólanum í Lundi 1975. Hann hefur starfað sem sérfræðingur á Hafrannsóknastofnuninni frá 1976 og sem deildarstjóri tæknideildar frá 2004. Póst- og netföng höfunda/Authors’ addresses Guðrún Helgadóttir Hafrannsóknastofnuninni Skúlagötu 4 IS-101 Reykjavík gudrun@hafro.is Páll Reynisson Hafrannsóknastofnuninni Skúlagötu 4 IS-101 Reykjavík pall@hafro.is Heimild Sveinn P. Jakobsson 2009. Steinasöfn Jónasar Hallgrímssonar. Náttúru-1. fræðingurinn 78 (3–4). 89–106. 80 3-4#Loka_061210.indd 122 12/6/10 7:22:20 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.