Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 50
Náttúrufræðingurinn
130
A llar tegundir lífvera – dýr, plöntur og örverur – eru auðkenndar tveimur alþjóð-
legum fræðiheitum. Heitin eru felld
að latneskri orðbyggingu, þótt mörg
séu gerð úr grískum orðstofnum,
eða – einkum á síðustu tímum, með
hnignandi kunnáttu líffræðinga í
klassískum tungum – stofnum úr
öðrum tungumálum. Fremra heitið
er ættkvíslarnafn, sameiginlegt
skyldum tegundum sem saman eru
flokkaðar í ættkvísl (genus), þótt til
séu ættkvíslir með aðeins einni teg-
und. Síðara heitið, viðurnafnið,
aðskilur tegundir (species) ættkvísl-
arinnar. Fyrstur til að taka upp svona
tvínafnakerfi mun hafa verið sviss-
neskur grasafræðingur, Gaspard
(eða Caspar) Bauhin (1560–1624), en
hann beitti því á einar 6.000 plöntu-
tegundir, og af þeim sem til þekkja
má ráða að það hafi ekki verið til
þess fallið að ná til alls lífheimsins.
Sænski náttúrufræðingurinn Carl
von Linné eða Carolus Linnaeus
(1707–1778) kom á tvínafnakerfi um
allar tegundir lífvera sem skráðar
voru, og nýtist það enn – með fyrir-
vara um breyttar forsendur – um
þær tegundir sem við bætast. Hann
er jafnan talinn höfundur nútíma
nafnakerfis líffræðinnar.
Kerfi sem tekur til milljóna teg-
unda, þar sem sífellt bætast nýjar
við og jafnframt eru í endurskoðun
mörkin á milli þeirra sem fyrir eru,
verður aldrei fullkomið, en til að
hafna óhæfum nöfnum og úrskurða
um vafaatriði, meðal annars að
draga úr líkunum á því að sama
heiti sé notað um fleiri en eina
tegund eða mörg heiti séu á þeirri
sömu, eru starfandi alþjóðanefndir
eða ráð. Hinar þekktustu þessara
stofnana eru Alþjóðlega dýrafræði-
nafnanefndin (International Com-
mission on Zoological Nomenclature)
og Alþjóðlegu plöntuflokkunar-
samtökin (International Association
for Plant Taxonomy). Á milli þeirra
virðist vera lítið sem ekkert samráð;
í það minnsta er óátalið þótt sama
fræðiheitið taki til tegundar plöntu
og dýrs.
Ekki fer hjá því að sum heitin veki
kátínu, og skal ósagt látið hvort það
var ætlun höfunda. Hér eru birt örfá
dæmi þessa.
Orðagerð
Lengd orða
Sem dæmi um heiti er ekki hlaut
náð fyrir augum dýrafræðinefnd-
arinnar er Ammaracanthuskytoder-
mogammarus loricatobaicalensis, lík-
lega jafnframt lengsta skepnuheiti
sem lagt hefur verið fyrir nefndina.
Undir þessum langhundi átti að rísa
krabbafló í Bajkalvatni. Þegar kemur
að löngum nöfnum kallar dýrafræði-
nefndin þó ekki allt ömmu sína; í það
minnsta féllst hún á að tvívængja af
ætt herflugna (Stratiomyidae) fengi
að bera fræðiheitið Parastratiospheco-
myia stratiosphecomyioides (1. mynd).
Hins vegar neitaði nefndin að taka
gilt sem heiti á afbrigði hjartarbjöllu
Brachyta interrogationis interrogationis
var. nigrohumeralisscutellohumerocon-
juncta, þó ekki vegna hins langa
afbrigðisnafns, heldur af því að
heitið var fjórskipt – ættkvísl, teg-
und, deilitegund og afbrigði. Í þessu
efni eru grasafræðingar öllu frjáls-
lyndari; þeir setja jafnvel sex þrepa
nafngiftir ekki fyrir sig, ef ráða má
af viðteknu heiti á tilbrigði stein-
brjóts, Saxifraga aizoon var. aizoon
subvar. brevifolia forma multicaulis
subforma surculosa.
Líklega falla skoruþörungar
undir lögsögu plöntuflokkunar-
samtakanna fremur en dýrafræði-
nefndarinnar; hvað sem því líður
ber löngu útdauð ættkvísl þeirra hið
svipmikla ættkvíslarheiti Archaeo-
hystrichosphaeridium. Og kínverskir
steingervingafræðingar fara enn létt
með að flétta saman klassíska orð-
stofna, eins og sést á heiti smávax-
innar risaeðlu er þeir grófu nýlega
upp og nefndu Micropachycephalo-
saurus hongtuyanensis.
Frá lengstu nöfnunum snúum
við okkur að þeim stystu: Stystu ætt-
kvíslarheitin eru aðeins tveir bók-
stafir. Eitt þeirra, og jafnframt það
fræðiheiti sem fremst er í stafrófinu,
er Aa, sem auk þess er dæmi um
samnýtingu dýra- og grasafræðinga,
þar sem það á bæði við ættkvísl lin-
dýra og brönugrasa. Fæstir bókstafir
í heilu tegundarheiti munu ein-
kenna leðurblöku, Ia io. Í næsta sæti
er grafvespa, Aha ha, og skordýr af
ættbálki kögurvængna, Plesiothrips o,
skartar eins bókstafs viðurnafni.
Endurtekning
Dýrafræðingar spara hugvit með
því að nota sama orðið yfir ættkvísl-
arnafn og viðurnafn. Þannig kallast
Skondin fræðiheiti
Örnólfur Thorlacius
1. mynd. Tvívængja af ætt herflugna
(Parastratiosphecomyia stratiospheco-
myioides).
Náttúrufræðingurinn 80 (3–4), bls. 130–134, 2010
80 3-4#Loka_061210.indd 130 12/6/10 7:22:25 AM