Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 52

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 52
Náttúrufræðingurinn 132 Heimspekingar og trúarleiðtogar Buddhaites heitir lindýr og fékk nafn eftir trúarleiðtoganum í lok 19. aldar. Um sama leyti valdi annar dýrafræðingur tíbetsku náttfiðrildi ættkvíslarheitið Dalailama. Skor- dýrafræðingur gaf tveimur vespum sem hann greindi um 1930 heitin Marxella og Lutheria. Heimspek- ingurinn Díogenes frá Sinope er sagður hafa búið í tunnu. Sá dýra- fræðingur er kenndi við hann kuð- ungakrabba í Karíbahafi, Petrochirus diogenes, hefur kannski haft þetta í huga, en kuðungakrabbar velja sér bústað í aflögðum kuðungaskelj- um. Kínverjar gleyma ekki heldur sínum heimspekingum. Fjórir stein- gervingafræðingar þar í landi, Hou, Zhou, Gu og Gang, völdu árið 1995 nýfundnum 100 milljón ára gömlum tengilið fugla og risaeðlna heitið Confuciusornis sanctus, hinn heilagi fugl Konfúsíusar. Stjórnmálamenn Tveir bandarískir skordýrafræðing- ar, Quentin Miller og Kelly Wheeler, fengu nýlega í hendur 65 tegundir af slímsveppbjöllum, sem kallaðar eru eftir sveppum sem þær þrífast á. Árið 2005 kenndu þeir þrjú þess- ara eins eða fárra millimetra löngu dýra við þjóðhöfðingja sinn og tvo ráðherra hans: Agathidium bushi, A. cheneyi og A. rumsfeldi. Sumir for- verar Bush njóta þess að hafa verið uppi á meðan enn voru ónefndar ýmsar stærri skepnur. Þannig bera tvö risadýr nafn Tómasar Jeffersons; að vísu bæði útdauð fyrir meir en tíu þúsund árum og nafngreind eftir daga forsetans, tegund af mammútfíl, Mammuthus jeffersonii, og gríðarstórt jarðletidýr, Megalo- nyx jeffersonii. Sonur Theódórs Roosevelts, sem eins og faðirinn var mikill veiðimaður, felldi í Laos gjammhjört af áður óþekktri tegund og lét kenna við gamla manninn, Muntiacus rooseveltorum. Franklin Delano Roosevelt varð að gera sér að góðu marfló, að vísu allstóra af nafninu að dæma, Neomegamphopus roosevelti. Kínverjar leituðu ein hundrað milljón ár aftur í tímann til að finna verðugan beranda nafns for- mannsins, Maotherium, spendýr frá krítarskeiði. Og í ámóta fornum jarðlögum í Mongólíu fannst frændi amerísku grameðlunnar, ránrisaeðla sem kölluð var Jenghizkhan eftir öðrum frægum herstjóra þar eystra. Einlægur nasisti, Scheibel að nafni, uppgötvaði árið 1933 blinda bjöllu er aðeins lifir í fimm myrkum hellum í Slóveníu og kallaði hana Anopthalmus hitleri. Ekki er að sjá sem heitið muni færa skepnunni meiri heill en mannlegum áhang- endum Foringjans, því menn sem safna minjum um hann eru við það að útrýma henni. Listamenn Girault hét skordýrafræðingur á fyrri hluta 20. aldar sem glögg- lega hafði í senn áhuga á vespum, orðsins list og klassískri tónlist. Af mörgum vespunöfnum hans skulu aðeins tilgreind tvö, og í báð- um sameinar hann tvo snillinga: Goetheana shakespearei og Mozartella beethoveni. Þríbrotar eða trílóbítar voru forn liðdýr sem hurfu af jörðinni (eða öllu heldur úr sjónum) fyrir hundruðum milljóna ára. Á bakinu höfðu þeir allharða kítínskurn sem beygðist að- eins inn undir kviðhliðina sitt hvoru megin, en hún hefur varðveist víða í jarðlögum, og spillir ekki fyrir að dýrin höfðu oft á lífsferlinum hamskipti eins og núlifandi ætt- ingjar þeirra, og er því fræðilegur möguleiki á því að sama dýrið hefði skilið eftir sig marga steingervinga. Þrír þríbrotafræðingar, sem allir eru virkir á 21. öld, Jonathan Adrian, Gregory Edgecombe og Brian Chat- terton, hafa sótt heiti á þessi löngu liðnu brynjuðu dýr til nútímapopp- músíkanta. Frá einum eða fleirum þeirra eru komin nöfn eins og Ava- lanchus simoni, A. garfunkeli, A. len- noni, A. starri, Aegrotocatellus jaggeri (5. mynd) og Struszya mccartneyi. Einn þeirra þríbrota sem Adrian og Edgecombe ákvörðuðu 1995 heitir Aegrotocatellus, sem útleggst úr latínu „veikur hvolpur“. Nafnið munu þeir félagar sækja til popp- hljómsveitar, „Sick Puppies“. Af dýrum sem tengjast kvik- myndagerðarmönnum má nefna miðlífsaldarsvaneðlu, Attenboro- saurus, og afar fágætan mjónef frá Nýju-Gíneu, Zaglossus attenboroughi, (6. mynd) sem aðeins þekkist í einu eintaki og er kannski aldauða. Bæði dýrin eru kennd við David Attenborough. Leikarar hvíta tjaldsins koma hér að sjálfsögðu við sögu: Háfætt fluga kallast Campsicnemius charliechaplini, 6. mynd. Mjónefur frá Nýju-Gíneu (Zag- lossus attenboroughi). 5. mynd. Þríbroti (Aegrotocatellus jaggeri). 7. mynd. Söngtifa (Baeturia hardyi). 80 3-4#Loka_061210.indd 132 12/6/10 7:22:26 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.