Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 53
133
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
því ankannalegur fótaburður henn-
ar þykir minna á tilburði gamanleik-
arans. Tvær söngtifur eru kenndar
við gamanleikaraparið fræga, „Gög
og Gokke“, Stan Laurel og Oliver
Hardy, Baeturia laureli og B. hardyi
(7. mynd).
Sula abbotti eða indíasúla er
súlutegund í suðurhöfum. Fuglinn
er kenndur við banda rískan nátt-
úrufræðing sem uppgötvaði hann
1892, en þegar gefa þurfti fágætri
deilitegund (sem nú er raunar talin
útdauð) nafn, féllu menn í þá freistni
að lengja heitið í Sula abbotti costelloi
og tengja dýrið þar með við annað
rómað par gamanleikara, þá Bud
Abbott og Lou Costello.
Fræg hlutverk sem Orson Welles
hefur túlkað birtast í fræðiheitum
risakóngulóa á Hawaii, Orsonwelles
othello, O. macbeth, O. falstaffius og
O. ambersonorum.
Heiti úr goðafræði
Hér er af mörgu að taka, en af þjóð-
rækni hefjum við skrána á nokkrum
heitum úr ásatrú: Aegirosaurus er
hval- eða fiskeðla (ichthyosaur), sem
hlaut nafn af sjávarguðinum Ægi
árið 2000. Þrjú dröfnufiðrildi, nafn-
greind um 1800, heita Clossiana frigga,
C. freja og C. thore. Þá má nefna
tvö steingerð spendýr frá upphafi
nýlífsaldar, Eoconodon nidhoggi, og
Ragnarok, bæði nafngreind 1978. Lít-
ið lagðist fyrir þrumuguðinn, þegar
rækja í Karíbahafi var kölluð Thor.
Myrkraöflin
Anubis er bjölluættkvísl, kennd við
dauðaguð Egypta. Við undirheima-
guð Rómverja er kennd vespuætt-
kvísl, Pluto, og Hades, híbýli látinna
Forn-Grikkja, er ættkvísl fiðrilda.
Loks skal nefndur fiskurinn Satan,
eins konar grani sem lifir í myrkum
neðanjarðarhellum.
Þjóðsögur og ævintýri
Sögur ganga af tvífættum furðuver-
um beggja vegna Kyrrahafs, stór-
fæti (sasquatch) í Klettafjöllum og
snjómanninum (Jeti) í Himalaja. Við
þessar verur eru kenndar tvær ná-
skyldar bjöllur, báðar með einkar
stóra fætur, Agra sasquatch og A. yeti.
Öskubuska hefur léð enskt heiti
sitt, Cinderella, ættkvísl flugna.
Heitið er jafnframt liður í tegunda-
heiti tveggja spendýra, Thylamys
cinderella, pokarottu í Argentínu, og
afrískrar snjáldru eða snjáldurmúsar,
Crocidura cinderella.
Úr þjóðsögunni um Artúr konung
og riddara hans við hringborðið
eru ættuð heiti á þremur löngu
útdauðum skepnum: Camelotia er
ævaforn risaeðla, um 200 milljón ára,
kennd við höll Artúrs, Camelot. Enn
eldri er þó þríbroti, Merlinia, nefnd-
ur eftir seiðkarlinum Merlín. Loks
er Excaliburosaurus, fiskeðla eða
hvaleðla sem synti um höfin á júra-
skeiði, fyrir „aðeins“ um 150 milljón
árum, með óvenjulanga, sverðlaga
trjónu og tekur því heiti af víðfrægu
sverði Artúrs, Excalibur.
Ævintýraheimur
kvikmyndanna
Hin ógurlega risaeðla Godzilla hét
upphaflega Gojira upp á japönsku.
Við hana er kennd ránrisaeðlan
Gojirasaurus. Vesturlenska orðmynd-
in loðir hins vegar við ákveðna
vatnakrabba sem lifa í myrkum
hellum neðanjarðar, Godzillius og
Godzilligonomus.
Öllu þekkilegri kvikmyndastjarna
er hjörtur Disneys, Bambi. Nafn
hans loðir við risaeðlu, Bambiraptor,
sem sumir telja raunar að sé sama
tegundin og snareðlan, Velociraptor,
fræg úr Júragarðinum. Þá má nefna
steingerða skjaldböku, Ninjamys,
sem tekur nafn af rómuðum teikni-
myndaskjaldbökum.
Tvær stórar kóngulær (fugla-
kóngulær) í Costa Rica, Stichoplas-
toris asterix og S. obelix, halda á loft
nöfnum frægra gallískra kappa.
Heimur Tolkiens
Ljóst er að margir flokkunarfræð-
ingar hafa mætur á J. R. R. Tolkien
og sækja heiti á margs kyns kvik-
indi, lífs og liðin, í ævintýraheim
hans. Hér skal látið nægja að nefna
fjölda náttfiðrilda af einni ættkvísl,
Elachista, sem öll eru kennd við
álfa úr þessum ævintýrum: Elachista
amrodella, E. aredhella, E. carandhirella,
E. curufinella, E. daeronella, E. diorella,
E. finarfinella, E. gildorella, E. indis-
ella, E. maglorella, E. miriella og E.
turgonella.
Kynferði og kynfæri
Kynjuð æxlun og æxlunarfæri eru
að sjálfsögðu mikilvæg einkenni á
plöntum og dýrum. Þegar kemur
að nafngiftum er samt algengara
að heitin vísi á einhvern hátt til
þessara líkamsparta mannskepn-
unnar. Má þar nefna Clitoria, fiðr-
ildisbaunagras, skrautjurt með blóm
sem minnt hafa höfund nafnsins
á sníp konu. Önnur blóm minna á
karllega reisn, svo sem kallalilja í
regnskógum Súmötru, risakólfurinn
Amorphophallus titanum (8. mynd).
Heitið er úr grísku og útleggst
„risastór vanskapaður getnaðarlim-
ur“, eftir blómstæði sem getur orðið
tveggja og hálfs til þriggja metra
hátt og 80 cm í þvermál.
Talsvert er um dýraheiti sem vísa
til kynfæra. Má þar nefna tvær
skyldar samlokuskeljar sem þykja
minna sín á kynfæri hvors kyns,
8 . mynd. Risakólfurinn (Amorphophallus
titanum). Ljósm.: US Botanic Garden.
80 3-4#Loka_061210.indd 133 12/6/10 7:22:26 AM