Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 60
Náttúrufræðingurinn
140
9. mynd. Yfirborðsþekja kransarfa, þörunga og
hjartanykru í Opnutjörn frá september 2008 til
september 2009. Kort hvers mánaðar eru mynduð
úr kortum þriggja aðliggjandi korta í tíma (miðjum
mánuðinum og mánaðarmótunum fyrir og eftir).
Septemberkotið er fengið úr gögnum (kortum)
bæði frá 2008 og 2009. – The surface coverage of
Brazilian waterweed, perfoliate pondweed and
algae in Opnur pond from September 2008 to
September 2009. The maps for each month are
based on the combining of three maps adjacent in
time (the beginning, middle and end of each
month). The map for September is made from
observations (maps) both in 2008 and 2009.
Kransarfi (E. densa) Þörungar (algae) Hjartanykra (P. perfoliatus) Skammt frá er hægt innstreymi af
kaldara vatni eftir stórum en göml-
um og nokkuð grónum framræslu-
skurði. Þriðji neminn var hafður í
afrennslisskurði tjarnarinnar, um
870 m neðan útfallsins. Þar er engin
nálæg hitauppspretta.
Í tjörninni voru nemarnir festir
í band sem haldið var uppi með
flotholti. Neðan við nemann var
sakka sem náði ekki botni. Enn
neðar í bandinu var önnur þyngri
sakka sem lá á botninum og kom í
veg fyrir að neminn bærust mikið
úr stað. Þetta fyrirkomulag hélt
afstöðu nemans m.t.t. yfirborðs nær
óbreyttri þótt vatnsborð tjarnar-
innar sveiflaðist. Í afrennslinu var
neminn á miðju um 50 cm bandi
með sökku á öðrum endanum, sem
hélt honum á sínum stað, og flot-
holti á hinum til að halda honum
uppi í vatninu.
Niðurstöður
Gróðurþekja
Þekja kransarfa, þráðþörunga og
hjartanykru fyrir hvern mánuð
er sýnd á 9. mynd. Kransarfi var
ríkjandi planta í Opnutjörninni óháð
árstíma og eina plantan sem óx að
vetrarlagi, en hann hafði enn ekki
náð inn í Sundlaug þar sem hjarta-
nykra ríkti enn.
Kransarfi
Yfir vetrartímann var kransarfi í
tjörninni dökkgrænn (10. mynd)
en þegar þörungar fóru að verða
áberandi bar víða á brúnleitum blæ,
80 3-4#Loka_061210.indd 140 12/6/10 7:22:33 AM