Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 69
149
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Náttúrufræðistofnunar Íslands og
Hekluskógaverkefnisins var ráðist í
það verk haustið 2007.
Meginmarkmið úttektarinnar var
að meta árangur birkisáningarinnar
í Gára á Rangárvöllum, lýsa aðstæð-
um, kanna hæð og vaxtarlag birkis
og meta fræmyndun þess. Auk þess
skyldi rannsaka samband hæðar
birkis og fjarlægðar frá næstu víði-
plöntum.
Aðferðir
Rannsóknarsvæði
Rannsóknin fór fram í Gára, sem er
um 7 km austnorðaustan við Gunn-
arsholt á Rangárvöllum (2. mynd).
Svæðið er í um 130 m hæð yfir sjáv-
armáli og liggur um 33 km frá sjó.
Eftir uppgræðsluna hefur gróður í
Gára þróast þannig að þar er tiltölu-
lega vel gróin lyng- og víðiheiði (3.
mynd). Mosaþekja er þar mikil en af
háplöntum er krækilyng (Empetrum
nigrum L.) ríkjandi. Þar er einnig
talsvert af blávingli (Festuca vivipara
(L.) Sm.), túnvingli (F. richardsonii
Hooker.) og nokkuð af víði, einkum
grasvíði (Salix herbacea L.) og loðvíði
(S. lanata L.).
Í Gára er fremur úrkomusamt og
hlýtt. Meðalársúrkoma á Hellu, sem
er í um 16 km fjarlægð frá Gára, var
1233 mm á árunum 1961–2004 en
meðalárshiti 3,9°C. Á sama tímabili
var meðalhiti júlímánaðar 11,1°C.16
Sáning
Í Gára hefur birkifræi verið sáð
tvisvar, fyrst 10. júní 1992 og síðan
25. október 1994. Í fyrra skiptið var
óhúðuðu fræi handsáð á fremur lítið
svæði (≈ 150x250 m) austast í Gára
og á stærra svæði (≈ 300x870 m) um
350 m vestar (2. mynd). Aðallega var
sáð við víðiplöntur þar sem svörður
var þunnur. Fræið, sem var fengið
hjá Landgræðslu ríkisins, var ættað
úr ýmsum áttum, mest þó úr görð-
um í Kópavogi.
Í seinna skiptið (1994) var fræi
dreift á allstórt svæði (480x700 m)
í austanverðan Gára á milli fyrri
sáningarsvæðanna tveggja. Nokkur
skörun er þó á milli þeirra (2. mynd).
Fræið var frá Landgræðslu ríkisins.
Hafði því verið safnað haustið 1991
á nokkrum stöðum á sunnanverðu
landinu, einkum í Kópavogi og
í Þórsmörk, og það síðan húðað
vorið 1993 til að auðvelda dreifingu.
Húðin er blanda af fínmöluðum
basaltsandi, kalki (CaCO3) og kísil-
gúr ásamt CMC-bindiefni (caboxyl-
methyl cellulose).17,18 Ári síðar
var spírunarhæfni fræsins um 15%
(Einar Karlsson, munnl. uppl.). Við
sáninguna var notaður lyftutengdur
kastdreifari á dráttarvél. Fræinu
var blandað saman við sand til
þess að auðveldara væri að stjórna
fræmagni við sáningu. Byrjað var að
sá austarlega í Gára við vegarslóða
sem liggur um svæðið að norð-
anverðu (2.–3. mynd). Þaðan var far-
ið í suður með stefnu á syðstu brúnir
Vatnsdalsfjalls og næstum að gamla
rofjaðrinum sem afmarkar uppblást-
urssvæðið að sunnanverðu. Ekið var
fram og tilbaka þvert yfir Gárann og
var bil á milli sáningarráka um 12 m.
Á dráttarvélinni var hvergi farið
alveg upp í gamla rofjaðarinn en
þar sáð með höndum.
Upplýsingar um fræmagn í
sáningunum tveimur liggja ekki
fyrir. Við sáningu 1992 fundust
8–10 sjálfsánar birkiplöntur suður
við gamla rofjaðarinn syðst í Gára.
Haustið 1994 voru þær hæstu orðnar
um 30 cm á hæð og engin þeirra
var þá farin að blómstra. Miðað við
gróðurkort af Heklusvæðinu, sem
unnið var árin 2005–2006 (óútgef-
ið stafrænt gróðurkort Náttúru-
fræðistofnunar Íslands), eru næstu
fræuppsprettur í Grashrauni um 4,5
km norðan við Gára, í Suðurhrauni
um 6 km norðaustan við Gára, og í
Gunnlaugsskógi og nágrenni sem er
í um 6,1 km fjarlægð vestsuðvestur
af Gára.
Úttekt
Dagana 19.–20. september 2007 var
farið í Gára og árangur birkisáning-
anna metinn. Svæðinu austan við
aðalsáningarsvæðið frá 1992 var
skipt upp í þrjú jafnbreið belti sem
lágu þvert á Gárann. Í hvert belti
var lagt út eitt 10 m breitt snið með
upphaf við vegarslóðann norðarlega
í Gáranum (2. mynd). Hending var
látin ráða austur-vestur staðsetningu
innan beltis. Stefna sniða var einnig
valin af handahófi innan fyrirfram
ákveðins horns. Öll sniðin voru þó
látin stefna eins en nokkuð á ská
miðað við akstursstefnu dráttarvél-
arinnar við sáningu. Var það gert til
að draga úr áhrifum ójafnrar sán-
ingar. Sniðin voru mislöng en lengd
réðst af mörkum sáningarsvæðis.
Snið 1 var 188 m, snið 2 var 356 m og
3. mynd. Austurjaðar sáningarsvæðisins í Gára markaður með gulri línu með stefnu á
syðstu brúnir Vatnsdalsfjalls. Gamli rofjaðarinn sést í fjarska. – The eastern margin of the
seeding area in Gári, marked with a yellow line. Ljósm./Photo: S.H.M., 25. ágúst 2008.
80 3-4#Loka_061210.indd 149 12/6/10 7:22:39 AM