Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 70

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 70
Náttúrufræðingurinn 150 snið 3 var 565 m. Upphaf og endir hvers sniðs var merktur með hæl og GPS-hnit tekin. Ætlunin var að mæla einungis á því svæði sem sáð var í árið 1994, en af misgáningi var einnig mælt austast í Gára þar sem líka hafði verið sáð með höndum árið 1992 (2. mynd, snið 1). Útbreiðsla birkis í Gára var könnuð 17. júní 2008. Gengið var með GPS- tæki umhverfis það svæði sem birki fannst á og ferill skráður (2. mynd). Mælingar á birki Á sniðunum voru birkiplöntur mældar. Þeim sem voru lægri en 10 cm var þó sleppt. Kom þar tvennt til. Í fyrsta lagi var birkið í Gára farið að sá sér og því nokkrar líkur á að allra minnstu plöntur væru komnar upp af fræi sem myndast hefði á staðnum. Með því að sleppa þeim minnstu mátti komast hjá mikilli skekkju af þeim sökum. Í öðru lagi er tímafrekt að leita uppi mjög litlar plöntur og það hefði aukið fyrirhöfn og kostnað. Hæð hverrar plöntu var ákvörð- uð með því að mæla lóðrétt frá toppi hæsta sprota að jarðvegsyfirborði. Stofnar á plöntu voru taldir og var þá miðað við greiningu 10 cm frá yfirborði eða neðar. Þvermál stofns eða stofna hverrar birkiplöntu var mælt við jörð með skífumáli. Mesta þvermál blaðkrónu var einnig mælt og síðan mesta þvermál hornrétt þar á. Fræmyndun hverrar birkiplöntu var metin í eftirfarandi flokka: 0, 1–10, 11–50, 51–100 og >100 þrosk- aðir reklar á plöntu. Aðrar athuganir Fjarlægð birkiplantna frá næstu víðiplöntu var mæld og var víðirinn jafnframt greindur til tegundar. Við staðsetningu víðiplantna var miðað við rótfestu væru þær einstofna, en væru plöntur margstofna eða breiðumyndandi, eins og grasvíðir, var staðsetning miðuð við miðju ofanjarðarhluta plöntunnar. Þétt- leiki víðis var einnig metinn á um 20 m2 hringlaga bletti (radíus 2,50 m) umhverfis hverja birkiplöntu. Ef fjarlægðin milli birkiplöntu og víðis var meiri en 2,50 m var engin víðiplanta skráð. Til þess að fá upplýsingar um gróðurþekju voru lagðir út tveir 1,00 * 0,33 m mælireitir, áveðurs (NA) og hlémegin (SV), út frá stofni fimmtu hverrar mældrar birkiplöntu. Í reitunum var metin heildarþekja (%) gróðurs og þekja háplantna, mosa og fléttna. Við sömu plöntu var jarðvegsþykkt könnuð bæði hlémegin og áveðurs (um 1 m frá plöntu) með því að reka járntein niður á þétt eða fast undir- lag. Með teininum var þó ekki unnt að mæla meiri þykkt en 110 cm. Hver birkiplanta eða þyrping þeirra var staðsett með GPS-hniti. Til þess að fá nánari upplýsingar um útlit birkisins og ásýnd gróðurs og lands var tekin ljósmynd af hverri birkiplöntu og hverjum mælireit auk yfirlitsmynda af sniðunum þremur. Úrvinnsla gagna Flatarmál blaðkrónu hverrar birki- plöntu var ákvarðað samkvæmt eftir- farandi jöfnu: π*a*b (flatarmál spor- baugs), þar sem a er mesti radíus blaðkrónu og b radíus hornrétt þar á. Reiknað var út þverskurðarflatar- mál (π*r2) einstakra stofna hverrar plöntu og heildarþverskurðarflatar- mál fundið. Einsþátta fervikagreiningu með Tukey „eftiráprófi“ var beitt til að kanna mun á hæð, flatarmáli blað- krónu, fjölda stofna, stofnflatarmáli birkis og þéttleika víðis milli sniða. Fyrir greiningu var hæð, flatarmál blaðkrónu, fjöldi stofna og heildar- stofnflatarmáli log-umbreytt en 4. mynd. Þéttleiki birkis á sniðunum þremur á rannsóknasvæðinu í Gára á Rangárvöllum. Bólur tákna fjölda platna. Myndkort: Loftmyndir ehf. – Density of birch plants within the three transects studied in Gári South Iceland. Bubble size indicate numbers of plants. 80 3-4#Loka_061210.indd 150 12/6/10 7:22:40 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.