Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 80

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 80
Náttúrufræðingurinn 160 Líkt og margir líffræðingar ólst George ekki upp í nánd við villta náttúru heldur í miðri stórborg. Í næstu götu í Bronx-hverfinu í New York ólst upp frægur vistfræðingur, Lawrence B. Slobodkin (1928–2009), en þeir kynntust ekki fyrr en þeir urðu prófessorar við sömu deild áratugum síðar. George hefur lýst því hvernig áhuginn á þróunarfræði mót- aðist m.a. af ágætum fyrirlestrum G. Ledyard Stebbins (1906–2000), sem var frægur grasa- og þróunarfræð- ingur um miðbik 20. aldar við Berkeley-háskóla, og síðar af fyrirlestrum termíta- og þróunarfræðings- ins Alfreds Emersons (1896–1976) við háskólann í Chicago, sem honum fannst algerlega fráleitir og fengu hann til að hugsa af alvöru um þessi mál, t.d. hugmyndir Emersons um ástæður dauða. Tvö þeirra viðfangsefna sem vöktu áhuga George á þessum tíma voru hugmyndir um öldrun og þáttur sam- keppni og samvinnu, en Emerson og fleiri útskýrðu slíka eiginleika með því að þeir þjónuðu tegundinni vel. George Williams átti síðar eftir að jarða slíkar hugmyndir um hópaval með röksemdafærslu sinni og leggja áherslu á að þróun í kynæxlandi stofnum snerist fyrst og fremst um mismunandi afdrif einstakra gena. Slík áhersla hjálpaði m.a. til við að skýra þróun kynæxlunar. Með áherslu á genin hafa þróunarfræðingar eins og William Hamilton (1936–2000), John Maynard Smith (1920–2004) og fleiri í kjölfarið útskýrt kynæxlun, fórnfýsi, þróun atferlis hjá félagsskordýrum og margt fleira. Rich- ard Dawkins gerði slíka áherslu á gen sem einingu þróunar fræga í bók sinni The selfish gene. George var þó ekki allskostar sáttur við bók Dawkins, því honum fannst hann ekki gera greinarmun á gen- unum sjálfum og því sem eftirmyndaði þau. Þannig lagði George ríka áherslu á að aðgreina þessa tvo þætti – annars vegar genin, sem væru fyrst og fremst pakki af upplýsingum eða miðillinn, og hins vegar skilaboðin sjálf (tjáningu genanna) sem koma fram í því efni sem einstaklingar eru myndaðir af og eftirmynda genin. Þessi tvískipting er mikilvæg þar sem áhrif náttúrulegs vals virka misjafnlega á þessum tveimur stigum, á genin annars vegar og einstaklinga hins vegar og jafnvel, en veikar, á milli hópa einstaklinga. George Williams benti á ýmis dæmi þar sem ágæti ýmissa eiginleika eða aðlagana, sem hefðu eitt sinn þróast vegna náttúrulegs vals, reyndust síðar vera lífverum til trafala og frekar mislukkaðir eiginleikar. Þróunin væri blind og færi fram í smáum tækifærisskrefum sem leiddu ekki til varanlegrar eða fullkominnar hönnunar. Á seinni árum fékk George áhuga á þróunarlegri læknisfræði (e. Darwininan medicine) en hann taldi þróunarfræði geta gagnast læknisfræði, í rannsókn- um, kennslu og praktík. Að sumu leyti hefur það ræst, þar sem athuganir á breytileika í erfðamengi mannsins og meingenaleit tengja þessi tvö fræða- svið saman. Ástæður fyrir ýmsum kvillum nútíma- manna, svo sem offitutengdum sjúkdómum, hafa verið raktar til breyttra lífshátta. Á þeim tímum sem afbrigði genanna mótuðust og urðu algeng voru aðstæður allt aðrar en nú; þá gat verið gagnlegt að byggja upp forða, en í þeim vellystingum sem við lifum við á okkar dögum getur þessi eiginleiki hins vegar verið skaðlegur. Önnur vel þekkt dæmi eru rannsóknir sem tengjast baráttu við hraða þróun baktería og veira. En líklega er langt í land þar til læknisfræðinemar læra þróunarfræði og að hún verði nýtt við meðhöndlun sjúklinga. Árið 1999 fékk George Williams Crafoord-verð- launin ásamt John Maynard Smith (1920–2004) og Ernst Mayr (1904–2005), en þau verðlaun eru nokkurs konar nóbelsverðlaun raunvísindamanna af öðrum sviðum en þeim sem nóbelsnefndin fjallar um. Í erindi sínu, þegar hann tók við verðlaununum, kom George að gömlu áhugamáli sínu, öldrun og ævilengd. Uppistaða erindisins var frásögn af grísku sögninni um villu Tithonusara, sem átti unga og fal- lega konu og gat óskað sér þess að hann fengi að lifa endalaust og konan hans myndi ekki eldast. Mistök hans voru þau að hann gleymdi ellinni; hann varð karlægt gamalmenni á meðan konan var alltaf sama skvísan. Öldrun er mikilvægt atriði sem vill gleym- ast í umræðu um ævilengd – það eru ekki árin sem skipta öllu heldur miklu frekar öldrunin sjálf. Í sama erindi kynnti George áratugalangar tímamælingar sínar á hlaupum nágranna síns. George Williams var bæði vanafastur og athugull. Á hverjum degi vildi hann t.d. ganga ákveðna vegalengd og á ákveðnum tíma dags eftir vinnu fékk hann sér bjór og sérrí til skiptis í stofunni heima hjá sér. Um svipað leyti hljóp nágranni hans af stað sinn venjubundna hring um hverfið. George tók árum saman tímann sem það tók grannann að hlaupa og komst að því að eftir því sem granninn eltist tók það hann lengri og lengri tíma að hlaupa hringinn. Eftir á áttaði ég mig á að fyrirlesturinn var persónulegri en ég hélt í fyrstu, því George átti við alzheimer-sjúkdóm að stríða síðustu árin sem hann lifði. Snæbjörn Pálsson Líf- og umhverfisvísindadeild, Háskóla Íslands a Sjá nánar í Williams, C.G. 1999 The Tithonus error in modern gerontology. The Quarterly Review of Biology 74. 405–415. 80 3-4#Loka_061210.indd 160 12/6/10 7:22:43 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.