Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 82

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 82
Náttúrufræðingurinn 162 Allmikil skjálftahrina varð á hafsbotni um 16 km austan við Grímsey þann 24. júlí. Stærsti skjálftinn var 4,3 stig. Skjálftarnir fundust vel í eynni, en eyjar- skeggjar kipptu sér lítið upp við það enda varð hrinan á þekktum skjálftastað. Skriðuföll og grjóthrun Halldór G. Pétursson, jarðfræðingur og skriðusérfræð- ingur á Akureyri, segir eftirfarandi um skriður og grjót- hrun ársins 2008: Talsvert var um skriðuföll á þessu ári og dreifð- ust þau á alla mánuði ársins. Hér var aðallega um grjóthrun að ræða en mest varð það í tengslum við Suðurlandsskjálftana 29. maí. Þá náði grjóthrunssvæð- ið frá Eyjafjöllum í austri, um Laugarvatn og Þingvelli í norðri, suður til Vestmannaeyja og vestur að Esju og Akrafjalli. Mest varð hrunið í fjöllunum næst upptök- unum, Ingólfsfjalli og Reykjafjalli við Hveragerði, en þar ultu stór björg víða niður. Í Grensdal og Sauðárdal í nágrenni Hveragerðis féllu víða jarðvegsskriður úr hlíðunum. Ekki er getið um mikil spjöll af völdum þessara skriðufalla nema á gróðurlendi. Flest önnur grjóthrunstilvik á árinu urðu þegar grjót hrundi á vegi landsins, eins og undir Óshlíð, Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum og í Hvalnes- og Þvottár- skriðum á Suðausturlandi. Þá hrundi einnig grjót á vegi á Ströndum, úr Kaldbakshorni og Hvalsárhöfða við Steingrímsfjörð, og undir Vestur-Eyjafjöllum, við Steina. Ekki urðu slys á mönnum, en oftar en einu sinni skall hurð nærri hælum þegar steinar féllu á bíla, eða rétt fyrir framan eða aftan þá, eða þeir lentu á grjóti á vegunum. Fyrir utan jarðskjálfta má leita orsaka þessa grjóthruns í samspili frosts og þíðu að vetri, leysingum og mikilli úrkomu. Þann 17. sept. gekk djúp lægð yfir landið en henni fylgdi hvassviðri og mikil úrkoma sem orsakaði vatnavexti og skriðuföll um allt land. Mest kvað að skriðuföllum á Vestfjörðum, sérstaklega við Patreksfjörð, Arnarfjörð og innanvert Ísafjarðardjúp, en skriður féllu einnig á nokkrum stöðum á Vesturlandi, á Öxnadalsheiði og í Hvalnes- og Þvottárskriðum. Eru áratugir síðan skriðuföll og vatnavextir hafa valdið jafnmiklum gróður- og vegaskemmdum á sunnanverð- um Vestfjörðum. Gróðurfar Hlýindi í maí og framan af sumri höfðu góð áhrif á gróður, sem tók víða snemma við sér. Trjávöxtur og grasspretta sumarsins var því með allra besta móti, svo sem einnig mátti merkja af miklu frjómagni í andrúms- lofti, sérstaklega sunnanlands þar sem þurrkatíð var langvarandi. Heildarfjöldi frjókorna í Reykjavík mæld- ist 4.724 í rúmmetra lofts og skipar sumarið sér í hóp sex sumra með heildarfrjómagn yfir 4.400 frá því mæl- ingar hófust árið 1988. Á Akureyri hófst frjótímabilið snemma og gekk hratt yfir. Í maí mældist mesta frjómagn í andrúmslofti í 11 ára sögu mælinganna, en mánuðirnir þar á eftir voru undir meðalagi. Heildar- fjöldi frjókorna sumarsins varð 2.194 í rúmmetra lofts, sem er 22% undir meðallagi áranna 1998–2007. Gróðureyðing við jarðvarmavirkjanir Í september vakti athygli að mosi hafði drepist á stóru svæði við Hellisheiðarvirkjun. Ástandið var verst vestan Upptök skjálftanna í Ölfusi 2008. Bláir hringir eru skjálftar þann 29.5., fjólubláir þann 30.5. og rauðir þann 31.5. fram til kl. 17. Á myndina er áætluð brotalengd meginskjálftans teiknuð með breiðu striki. Hún er um 14 km. Hreyfingin um misgengið er hægrihandar- sniðgengishreyfing þannig að land vestanmegin við misgengið fer til norðurs og til suðurs austanmegin. Pílurnar sýna þessa hreyfingarstefnu. Stóri svarti hringurinn sýnir upptök megin- skjálftans. Litli hringurinn við suðvesturhorn Ingólfsfjalls sýnir upptök skjálftans sem talinn er hafa sett aðalskjálftann í gang. Myndin er fengin af vefsvæði Veðurstofunnar. Kort af vefsíðu Veðurstofunnar sem sýnir skjálftavirknina við Grímsey. Grænu stjörnurnar sýna skjálfta sem eru yfir þremur stigum. 80 3-4#Loka_061210.indd 162 12/6/10 7:22:44 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.