Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 83
163
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
við stöðvarhús virkjunarinnar allt að Svínahrauni og
þjóðveginum. Orsakirnar má að öllum líkum rekja
til loftmengunar frá virkjuninni frá því hún var tekin
í notkun árið 2006. Í kjölfar þessara upplýsinga var
gróður í nágrenni gufuaflsvirkjunarinnar í Svartsengi
á Reykjanesi, sem hefur verið starfrækt frá 1975, einnig
athugaður. Í ljós kom að þar hafði einnig orðið töluverð
gróðureyðing á stóru svæði umhverfis verið án þess að
því hafi verið gefinn sérstakur gaumur. Skemmdir voru
helstar á mosaþembu og mátti sjá eyðingu mosans í allt
að 900 metra fjarlægð frá virkjuninni.
Ástand sjávar
Hiti og selta í yfirborðslögum sjávar var á árinu 2008
í megindráttum um eða yfir meðallagi víðast norðan
og austan við landið. Sunnan við land voru hiti og
selta hins vegar vel yfir meðallagi, líkt og undanfarin
ár. Í maí var talsvert magn gróðurs vestur af Faxaflóa
og náði norður fyrir Látrabjarg. Sömuleiðis var mikill
gróður yfir landgrunninu frá svæðinu norður af Siglu-
nesi og suður með Austurlandi, og dreifðir gróður-
flekkir voru undan suðurströndinni. Annars staðar var
vorblómi svifgróðurs ekki hafinn á athugunartímanum.
Áta í sjónum var meiri um vorið á austur- og suður-
miðum en vorið 2007, en álíka á vesturmiðum en minni
fyrir norðan.
Pardus- og spánarsniglar breiðast um landið
Pardussnigillinn (Limax maximus) hefur verið að festa
sig í sessi í görðum á höfuðborgarsvæðinu frá árinu
1997. Í september 2008 varð hans fyrst vart í Hveragerði
og má búast við að þar geti snigillinn dafnað vel og eigi
þaðan greiða leið með söluplöntum í garða um allt land.
Pardussnigillinn verður fullvaxinn um 15 cm langur
og leggst aðallega á skraut- og matjurtir í görðum en
einnig rotnandi plöntuleifar og sveppi. Hann er þó ekki
sami skaðvaldur og spánarsnigillinn (Arion lucitanicus)
sem einnig hefur breiðst út á höfuðborgarsvæðinu
undanfarin ár og að auki stungið sér niður í Ólafsvík
þar sem hann hefur fundist reglulega á sömu slóðum
frá árinu 2004. Árið 2008 gerðust þau tíðindi í landnámi
spánarsnigilsins að hans varð vart í Hnífsdal í júlí og
á Höfn í Hornafirði í ágúst, og hefur hann því numið
land í öllum landshlutum.
Flækingsfuglar
Fjöldi flækingsfugla berst árlega til landsins og eru
þeir vaktaðir af stórum hópi fuglaáhugamanna sem
fylgjast grannt með líklegum áningarstöðum slíkra
gesta allt árið um kring. Árið 2008 var engin undan-
tekning og fjöldi sjaldgæfra fugla var skráður í dag-
bækur fuglaskoðara. Þeirra helstir eru: Mjallhegri
(Egretta alba) sem sást í þriðja sinn hérlendis við
Þórshöfn 27. apríl. Áður hafði hann sést árin 2000
og 2002. Aðalheimkynni fuglsins eru í Suðaustur-
Evrópu og Asíu en hafa þó færst til vesturs síðustu
ár. Kornhæna (Coturnix coturnix) sást í annað sinn
á Íslandi í júní við Hól í Önundarfirði og hélt til á
sömu slóðum fram eftir sumri. Kornhæna er varpfugl
í sunnanverðri Evrópu en óvíst er hvernig hún hefur
borist til Vestfjarða. Straumsöngvari (Locustella flu-
viatilis) kom í net í Einarslundi við Höfn Hornafirði
10. september. Áður hefur sést til tegundarinnar hér-
lendis við Bakkagerði Borgarfirði eystri 1974 og Vík
í Mýrdal 2007. Heimkynni straumsöngvara eru aðal-
lega í Austur-Evrópu og teygja sig til sunnanverðrar
Skandinavíu, en hann er sjaldséður vestar í Evrópu og
á Bretlandseyjum. Fölsöngvari (Hippolais pallida) sást
í fyrsta sinn á Íslandi að bænum Hæðagarði, Nesi á
Suðausturlandi 15. september. Fuglinn er sjaldgæfur
flækingur í Norður-Evrópu en aðalheimkynni eru í
Austur-Evrópu og Miðausturlöndum að sumarlagi og
norðanverðri Afríku að vetrarlagi. Þann 27. september
sást til tveggja kúhegra (Bubulcus ibis) við Kvísker og
Hnappavelli í Öræfum. Kúhegrar eru útbreiddir við
Miðjarðarhafið og hafa eingöngu tvisvar áður sést hér-
lendis, árin 1956 og 2007. Þess má geta að í lok septem-
ber sást kúhegri í Færeyjum í fyrsta sinn. Þorraþröstur
Bjarg sem hrundi úr Ingólfsfjalli að austan í Suðurlands-
skjálftanum 29. maí 2008. Ljósm.: Árni Hjartarson.
Pardussnigill. Ljósm.: Erling Ólafsson.
80 3-4#Loka_061210.indd 163 12/6/10 7:22:45 AM