Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 84
Náttúrufræðingurinn
164
(Turdus ruficollis atrogularis) sást í annað sinn á landinu
svo vitað sé í Stöðvarfirði 12. október. Það þóttu merk
tíðindi þegar fyrst sást til fuglsins hérlendis haustið
2005 enda tegundin útbreidd í Asíu og eingöngu flæk-
ingur í Evrópu.
Hungurdauði sjávarfugla
Nokkuð bar á dauðum haftyrðlum sem rekið hafði á
fjörur í upphafi árs. Mest var um dauðan fugl norðan-
og austanlands en einnig við suðurströndina. Í janúar
fannst mikið af nýdauðum svartfugli reknum á fjöru í
fjarðarbotni í Ólafsfirði. Eins og annars staðar var mest
um haftyrðil en einnig álkur og minna af lunda, stutt-
nefju og langvíu. Fugladauðann má að öllum líkindum
rekja til fæðuskorts, eins og orðið hefur vart í ein-
hverjum mæli flesta vetur allt frá vetrinum 2001–2002
þegar þúsundir svartfugla urðu hungurdauða.
Rjúpnastofninn í uppsveiflu
Árlegar vortalningar á rjúpu bentu til að fækkunar-
skeiðið sem hófst 2005/2006 sé afstaðið. Um 30–70%
fjölgun kom í ljós á talningasvæðum á austanverðu
landinu, en fjöldinn stóð í stað vestanlands. Sveiflur
í rjúpnastofninum eru vel þekktar af náttúrulegum
orsökum og hafa fækkunarskeið undanfarinna áratuga
jafnan varað í 5–8 ár. Fjölgunin nú, eftir eingöngu
tveggja ára lægð, er því óvænt.
Laxagengd í hámarki
Sumarið 2008 var metlaxveiði í ám á Íslandi. Alls
veiddust 84.124 laxar á stöng en af þeim var 17.178
(20,4%) sleppt aftur. Flestir laxar veiddust á Vestur-
landi, alls 30.769. Á Suðurlandi var veiðin litlu minni
en þar veiddust 29.717 laxar. Uppistaða veiðinnar á
Suðurlandi var af vatnasvæði Rangár þar sem veiði
byggist að mestu leyti á sleppingum gönguseiða.
Minni veiði var í öðrum landshlutum. Í netaveiði
var aflinn 9.403 laxar og þar af veiddust langflestir á
Suðurlandi, 8.954, en mun færri laxar veiddust í net í
öðrum landshlutum.
Andarnefjur við landið
Um mitt sumar fór að bera á auknum fjölda andarnefja
við landið, sérstaklega úti fyrir Norðurlandi. Á stuttu
tímabili í júlí bárust tilkynningar um fimm andarnefjur
reknar á fjörur víðs vegar í Þingeyjasýslum. Af ástandi
dýranna að dæma var ljóst að hræin hafði rekið um
langan veg áður en þau bar að landi. Andarnefjur rak
einnig á land á öðrum svæðum og árstímum og varð
heildarfjöldi andarnefjureka alls 12 dýr, sem er langt
yfir meðallagi. Frá árinu 1980, þegar skráningar hófust,
hefur fjöldinn aldrei verið meiri sex dýr.
Í lok sumars fóru hópar andarnefja að halda til
inni á Eyjafirði og Skjálfanda. Tvö dýr héldu til á
Eyjafirði frá ágúst fram í október en fjögur dýr til
viðbótar bættust í hópinn á styttra tímabili. Hópurinn
á Skjálfanda taldi fjögur dýr. Hvalirnir á Eyjafirði
vöktu mikla athygli Akureyrarbúa sem fylgdust vel
með ferðum þeirra þar sem þeir áttu til að synda með
loftköstum um Akureyrarpollinn. Þó andarnefjur séu
djúpsjávartegund og haldi að jafnaði til fjær landi eru
heimsóknir sem þessar ekki með öllu óþekktar. Árið
1953 getur blaðið Dagur t.a.m. um að Akureyrarbúar
hafi fylgst með tveimur andarnefjum sem héldu til
inni á Akureyrarpolli seinni hluta sumars líkt og nú
(Dagur, 26. ágúst 1953).
Hvítabirnir ganga á land
Í júnímánuði gengu tveir hvítabirnir á land í Skaga-
firði. Fyrri björninn sást við Miðmundarfjall við
Þverárfjallsveg 3. júní og sá síðari við bæinn Hraun
II á utanverðum Skaga 16. júní. Koma dýranna var
óvænt, enda um 20 ár frá því hvítabjörn hafði síðast
gengið á land á Íslandi. Fregnir af fyrra dýrinu bárust
fljótt út og forvitinn almenningur tók að streyma að
vettvangi til að berja gestinn augum. Yfirvöld voru
Fölsöngvari. Ljósm.: Brynjúlfur Brynjólfsson. Hvítabjörn í æðarvarpi við bæinn Hraun II. Ljósm.: Náttúrustofa
Norðurlands vestra.
80 3-4#Loka_061210.indd 164 12/6/10 7:22:47 AM