Gerðir kirkjuþings - 1988, Qupperneq 9
6
Hugmyndin um Kirkjuþing á sér langa sögu, sem nær aftur fyrir
siðustu aldamót. En þá tóku raddir að heyrast um að þáttur
leikmanna i kirkjustjórn þyrfti að vera meiri. Þvi var það
séra Þórarinn Böðvarsson prófastur i Görðum og þingmaður
Gullbringu og Kjósarsýslu, sem var mikill kirkjulagasmiður og
beitti sér fyrir mörgum nýmælum, flutti frv. um kirkjuþing á
Alþingi 1893. Það hlaut litlar undirtektir og náði ekki fram
að ganga.
Eftir það leið langur timi eða þar til 1941. þá flutti
prófessor Magnús Jónsson kirkjuþingsfrumvarp á Alþingi.
Minnstu munaði að frumvarp hans næði fram að ganga. Það var
samþykkt i Efri-deild, en féll á jöfnum atkvæðum i Neðri-
deild.
Fyrsta Kirkjuþing eftir hinum nýju lögum var i okt. 1958, eða
fyrir réttum 30 árum. Forseti þess var dr. Ásmundur
Guðmundsson biskup og var það eina þingið sem hann stjórnaði,
þar sem hann fékk lausn frá embætti fyrir aldurs sakir vorið
eftir. Eins og menn muna var aldarminning Herra Ásmundar fyrr
i þessum mánuði, þann 6. október. Af þvi tilefni og á þessum
timamótum nemum við staðar i virðingu og þökk við minningu
þessa mikilhæfa og eftirminnilega kirkjuleiðtoga.
Þegar Ásmundur Guðmundsson setti fyrsta Kirkjuþing, sagði
hann um hlutverk þess: "Kjarni málsins er sá, að minni
hyggju, að með Kirkjuþingi mun vald kirkjunnar og sjálfstjórn
vaxa og samstarf presta og leikmanna aukast, þvi að hver
getur verið hæfari að stýra málum kirkjunnar en kirkjan
sjálf. Og aldrei hefur borist skýrar kallið til kirkjunnar:
Sameinumst nú prestar og leikmenn, öll i einn flokk.
Kristindómurinn einn megnar að hefja þjóð vora, - efling
trúar og siðgæðis."
Þetta Kirkjuþing er hið 19. i röðinni. Þinginu biða stór mál,
bæði um skipulag kirkjunnar og innri málefni.
Tökum til okkar hvatningarorðin frá fyrsta Kirkjuþingi:
Sameinumst nú prestar og leikmenn. Höfum hugföst orðin, sem
Páll postuli flutti kirkjunni á sinni tið: Ef nokkurs má sin
upphvatning i nafni Krists, ef kærleiksávarp, ef samfélag
andans má sin nokkurs, þá gerið gleði mina fullkomna með þvi
að vera samhuga, hafa sama kærleika, einn hug, eina sál (Fil.
2:1-2). Það er gjöf Guðs. Páll er að vekja máls á þvi, sem
sameinar kristna menn. Hann skilgreinir það sem oft er sagt
um frumkirkjuna: Þeir voru fullir af heilögum anda. Látum
hvatningu Páls ná til okkar, samfélag andans, upphvatningu i
nafni Krists, fyllumst andanum.
Okkur er nauðsynlegt að skiptast á skoðunum, en lika að vera
gagntekin af þvi sem sameinar okkur. Það er leiðin að ráða
málum til lykta á farsælan hátt.
Hlutverk Kirkjuþings fyrir þjóðkirkjuna og þjóðarheildina er
mikilvægt og timabært. Hvenær var meiri þörf á þvi en nú að
standa saman um trúararfinn, sem þjóðmenning okkar hvilir á,
að geta "gengið til góðs götuna fram eftir veg," - eins og
Jónas Hallgrimsson orðar það. Það er nú bókstaflega talað