Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 17
14
Kirkjuráð veitti úr Jöfnunarsjóði sókna á þessu ári 5 millj.
krónur til Skálholts og hefur farið fram á það, að árlegt
framlag rikisins, til uppbyggingar staðarins, sem ákveðið var
1963 að skyldi vera ein milljón króna, verði látin halda
raungildi sínu (sem nú er 4,6 milljónir). Um
framtiðaráætlanir Kirkjuráðs varðandi uppbyggingu Skálholts
sjá fylgiskjal 3.
6. mál. Breyting á lögum um trúfélög.
Kirkjuráð leitaði til dr. Bjarna Sigurðssonar prófessors um
lögfræðilegt álit hans á þessu máli.
Hann leggur til að málið verði leyst með því að biskup og
Kirkjuráð hlutist til um, að sóknarprestar hafi tiltæk
eyðublöð um inngöngu i þjóðkirkjuna og prestar bendi þeim á,
sem eru utan þjóðkirkjunnar hve, æskilegt sé, að þeir við
skirn barns sins gangi i kirkjuna, enda verði þá barnið
sjálfkrafa aðili að henni um leið. Þá kemur til athugunar að
breyta eyðublaði um skirnina, þannig að á þvi verði getið um
trúfélag foreldra og barns. Bréf dr. Bjarna er i skjölum
Kirkjuþingsmanna til frekari skýringa. Sjá fylgiskjal 4.
7. mál. Um safnaðaruppbyggingu.
Kirkjuráð skipaði þriggja manna nefnd til að gera áætlun um
safnaðaruppbyggingu og eflingu kirkjulegs starfs. Nefndin er
þannig skipuð:
Dr. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur, Ragnheiður
Sverrisdóttir safnaðarsystir og sr. Örn Bárður Jónsson
sóknarprestur.
Starf nefndarinnar er nú það langt komið að Kirkjuráð fól dr.
Gunnari Kristjánssyni að leggja fram tillögu i málinu á þessu
þingi til frekari stefnumótunar.
8. mál. Um söngmálafulltrúa.
Leitað var álits söngmálast j óra og rætt við hann um
tillöguna. Söngmálastjóri verður í ársleyfi frá næstu
áramótum og ráðinn er aðstoðarmaður i orlofi hans.
Söngmálastjóri telur helst vera möguleika á þvi að nýtt
stöðugildi fáist á þann hátt að aðstoðarmaður hans starfi
áfram við embættið. Mun hann vinna að þvi að svo verði.
9. mál. Menningarmiðstoð i Skálholti.
Námskeið og ráðstefnuhald i Skálholtsskóla hefur aukist á
þessu ári. Að ráði Kirkjuþings var skipuð þriggja manna nefnd
til þess að gera tillögur um framtíðarstarfsemi skólans.
Nefndina skipa: Gunnlaugur Finnsson kirkjuráðsmaður formaður,