Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 25
22
Ég lýk þessari skýrslu með innilegu þakklæti til kirkjuráðs,
biskupsritara og skrifstofustjóra fyrir samstarfið, mikil og
fórnfús störf og brennandi áhuga á málefnum kirkjunnar.
Kirkjuráð hefur færst i aukana með hverju ári ekki síst vegna
árlegs kirkjuþings. Guð gefi árangur af liðnu starfsári, því
að það er Guð sem vöxtinn gefur.
2. Umræða
Nefndarálit allsherjarnefndar
um skýrslu Kirkjuráðs
Frsm. dr. Gunnar Kristjánsson
Samkvæmt venju var skýrslu Kirkjuráðs visað til allsherjar-
nefndar. Nefndin fjallaði um skýrsluna á nokkrum fundum. Hún
fagnar bættri starfsaðstöðu Kirkjuráðs frá siðast liðnu ári
og telur það koma fram i störfum þess.
Allsherjarnefnd ákvað á fyrsta fundi sinum að fjalla um
sérhvert mál sem tekið er fyrir í skýrslu Kirkjuráðs en
álykta i nefndaráliti sinu aðeins um þau mál sem hún telur að
ekki hafi verið afgreidd á fullnægjandi hátt eða af öðrum
sérstökum ástæðum.
5. og 9. mál. Uppbygqinq Skálholts oq menningarmiðstöð í
Skálholti.
Mesta umfjöllun fengu mál nr. 5 og 9 sem bæði fjalla um
Skálholt, fékk nefndin Pétur H. Jónsson arkitekt á sinn fund
en hann hefur gert skipulagsuppdrætti af Skálholti. Lýsti
hann tillögum sinum og svaraði fyrirspurnum nefndarmanna.
Töldu nefndarmenn mikilvægt að unnt yrði að samnýta húsnæði
og gistirými á álagstimum i tengslum við starfsemina á
staðnum. Kom fram að tillögur Péturs tengjast skipulagi
nágrannabyggðarinnar i Laugarási. Nefndinni virtist ljóst að
ræða yrði skipulagsmál þessi i tengslum við framkomnar
tillögur og hugmyndir um framtiðarstarfsemi og markmið
Skálholtsskóla. Leggur nefndin fram sérstaka ályktun í þrem
liðum um Skálholt eins og siðar verður vikið að.
6. mál. Brevting á lögum um trúfélög.
Nefndin telur tillögur þær sem Kirkjuráð lagði fram
ófullnægjandi en þar segir: "Kirkjuráð leitaði til dr. Bjarna
Sigurðssonar, prófessors, um lögfræðilegt álit hans á þessu
máli. Hann leggur til að málið verði leyst með þvi að biskup
og Kirkjuráð hlutist til um, að sóknarprestar hafi tiltæk
eyðublöð um inngöngu i þjóðkirkjuna og prestar bendi þeim á,
sem eru utan þjóðkirkjunnar hve æskilegt sé, að þeir við
skirn barns sins gangi i kirkjuna, enda verði þá barnið
sjálfkrafa aðili að henni um leið. Þá kemur til athugunar að
breyta eyðublaði um skirnina, þannig að á þvi verði getið um
trúfélag foreldra og barns."
Þess i stað bendir nefndin á hugmynd sr. Jóns Einarssonar en