Gerðir kirkjuþings - 1988, Síða 34
31
5. Kirkjuráð hefur gert samning við Landgræðslu rikisins um
uppgræðslu og heftingu sandfoks i svonefndi
Skálholtstungu.
6. Á vegum Kirkjuráðs hefur verið gefinn út bæklingur um
Skálholt og er hann á fjórum tungumálum.
Sr. Guðmundur Óli Ólafsson hefur haft allan veg og vanda
að ritun og útgáfu bæklingsins.
7. Kirkjuráð hefur ákveðið að láta lagfæra umgjörð gamla
kirkjugarðsins og fá til þess styrk úr Kirkjugarðasjóði.
8. Kirkjuráð mun stuðla að þvi, að haldið verði áfram
fornleifarannsóknum i Skálholti.
II.
9. Kirkjuráð er sammála um að beita sér fyrir þvi, að
biskupsstóll verði hið fyrsta endurreistur i Skálholti.
Hins vegar er ljóst, að stjórnvöld eru algjörlega á móti
þvi, að biskupum verði fjölgað, en eru hins vegar
reiðubúin til að beita sér fyrir þvi, að störf
vigslubiskupa verði aukin og að vigslubiskup setjist að
i Skálholti. Kirkjuráð telur, að með þeirri skipan sé
nokkur sigur unninn og hefur þvi ákveðið að fylgja
ákvæðum, sem um það fjalla i frumvarpi um biskupsdæmi
landsins, sem lagt er fram á þinginu.
Verður þá tekið til athugunar að fela vigslubiskupi i
Skálholti að vera staðarhaldari og fara með forræði
staðarins i umboði Kirkjuráðs og í fullu samráði við
það.
10. Þar til biskup (vigslubiskup) kemur i Skálholt, verður
ráðinn sérstakur umboðsmaður Skálholtsstaðar
(staðarhaldari), er starfar i umboði Kirkjuráðs og hefur
með höndum húsvörslu, umsjón, umhirðu og viðhald á
staðnum og gegnir að öðru leyti þeim störfum, er
ráðsmaður hefur haft með höndum, þar á meðal
fjármálalega stjórnun og bókhald staðarins. Starfi
umsjónarmanns verður lýst og það skilgreint i
erindisbréfi.
Umsjónarmaður skal búa i Skálholti og fá ibúð til
afnota.
11. Kirkjuráð mun að svo miklu leyti sem i þess valdi
stendur beita sér fyrir breytingu á starfsemi
Skálholtsskóla, sem þó rúmast innan gildandi laga um
skólann nr. 31/1977. Taka ber fullt tillit til álits
þeirrar nefndar, er um Skálholtsskóla hefur fjallað.
Lögð er áhersla á, að kirkjuleg menningarmiðstöð verði i
Skálholti, helst undir yfirumsjón Skálholtsbiskups, svo
sem fyrrum var.