Gerðir kirkjuþings - 1988, Síða 39
36
Fskj. nr. 5
Nefndarálit nefndar sem gera á tillögur um
framtiðarstarfsemi Skálholtsskóla.
I. Innganaur.
1. í febrúarlok 1988 skipaði biskup íslands, herra Pétur
Sigurgeirsson eftirtalin i nefnd til að gera tillögur um
framtiðarstarfsemi Skálholtsskóla: Gunnlaug Finnsson,
Guðrúnu Halldórsdóttur og Stefán Ólaf Jónsson.
Nefndin kom fyrst saman í marsbyrjun og ákvað þá að
safna upplýsingum og leita viðhorfa félagasamtaka og
einstaklinga um starf og rekstur Skálholtsskóla.
2. Ákveðið var að eiga fund með fulltrúum þeirra
félagasamtaka, sem tilnefna fulltrúa i skólanefnd sem og
að ræða við forystumenn Skálholtsskólafélagsins.
3. Ákveðið var að boða til fundar i Skálholti 9. april
'88 og bjóða á hann öllum sem beina eða óbeina aðild
eiga að rekstri skólans, og auk þess mörgum sem við sögu
hafa komið og stuðlað að lista og menningarlífi i
Skálholti, svo og fulltrúum menntastofnana og
menningarfélaga sem líklegust þóttu til að geta i
framtíðinni nýtt sér aðstöðuna i Skálholti til
námskeiða, ráðstefnuhalds eða á annan hátt. Má þar m.a.
nefna Guðfræðideild Háskóla íslands, Endurmenntunardeild
Kennaraháskóla íslands, Menningar og fræðslusamband
alþýðu, Bandalag isl. listamanna, söngmálast j óra,
fræðslustj órann á Suðurlandi, skólameistara
Menntaskólans á Laugarvatni og Fjölbrautarskólans á
Selfossi. Ennfremur var heimamönnum i Skálholti og
nágrenni boðið skv. nánari ábendingu rektors og
staðarprests. Samtals voru 48 einstaklingar og fulltrúar
boðaðir til ráðstefnunnar.
Nefndin markaði sér þá stefnu að allar tillögur um
framtiðarstarfsemi skólans skyldu miðast við að skólinn
yrði sjálfstæð rekstrareining og starfsemin felld að
þeim ramma, sem tekjustofnar leyfa.
II. Könnunarviðræður.
1. Nefndin gekk á fund forstöðumanna U.M.F.Í.,
Kvenfé1agasambands íslands og Sambands isl .
sveitarfélaga á skrifstofum samtakanna, hverra um sig.
Niðurstaða þessara viðræðna var á einn veg í
megindráttum, þó áherslumunur væri nokkur:
Ekki er að vænta fasts fjárstuðnings frá samtökunum,
en velvilji er fyrir hendi varðandi tilvist og starfsemi
skólans. U.M.F.Í. hafði allmikil tengsl við skólann á
fyrstu árum hans, en minni upp á síðkastið. áhugi er
fyrir hendi að taka upp þráðinn á ný og athuga um
námskeiðahald i Skálholti, þótt i lausu formi sé, eða
efna til heimsókna í skólann þegar hann er starfandi.