Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 41
38
4. Sr. Sigurður Árni Þórðarson, starfandi rektor um
efnið: Skálholtsskóli og starfsemi hans.
5. Sr. Bernharður Guðmundsson af hálfu kirkjufræðslu-
nefndar.
6. Stefania M. Pétursdóttir af hálfu Kvenfélaga-
sambands íslands
7. Hjörtur Þórarinsson af hálfu Sambands ísl. sveitar-
félaga.
8. Sigurður Þorsteinsson af hálfu U.M.F.Í.
Miklar og frjóar umræður urðu um framsöguerindin.
Af hálfu nefndarinnar varpaði formaður eftirfarandi
fram til athugunar:
1.
1.1. Að leggja skólann niður.
1.2. Að reyna áfram óbreytt form.
1.3. Að skólinn þróist á átt til meðferðar-
stofnunar (sbr. reynslu).
1.4. Að skólinn verði menningarmiðstöð með
samfelldu ársstarfi, námskeiðum, skólahaldi
o.fl.
1.5. Að reka þar fjölþætt starf með samþættingu
alls starfs sem fram fer i Skálholti.
2. 2.1. Þá lagði hann til að rætt yrði um stjórnun
skólans og ábyrgð stjórnenda.
2.2. Fjárhagslegt sjálfstæði skólans.
í hinni almennu umræðu tóku m.a. til máls: Guðrún
Halldórsdóttir að hálfu Skálholtsskólafélagsins, Dr.
Björn Björnsson frá Guðfræðideild Háskólans, Tryggvi Þór
Aðalsteinsson frá Fræðslusambandi alþýðu, auk ýmissa,
sem tengjast málefnum skólans. 27 ræður voru fluttar og
visast að öðru leyti i fundargögn sem fylgja áliti
þessu.
IV. Úrvinnsla oq forsendur fvrir niðurstöðum nefndarinnar.
Af niðurstöðum viðræðna við þau félagasamtök, sem
tilnefna fulltrúa i skólanefnd má ráða að von er á auknu
samstarfi við U.M.F.Í. og Kvenfélagasamband íslands en
óljósara með Samb. isl. sveitarfélaga. Ekki er að vænta
fastra fjárframlaga svo sem áður greinir.
Nefndin telur að af umræðunum í Skálholti megi ráða að
þau atriði sem merkt eru 1.1., 1.2., og 1.3., eigi ekki
hljómgrunn. Það var ríkjandi viðhorf varðandi lið 1.2.
að lýðháskólahugmyndinni mætti ekki varpa fyrir róða, en
lýðháskólastar f ætti að vera hluti af þvi