Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 43
40
b) Starfsemi:
Endurskipulagt verði starf skólans og við það miðað
að hann starfi allt árið og tekin verði upp
fjölþætt starfsemi, þar sem lýðháskólakennsla verði
felld inn i hluta úr árinu. Kemur þá til álita
margvíslegt menningarstarf á sviði lista svo sem í
tónlist, myndlist, leiklist og e.t.v. fleiri
listgreina, námskeið i samvinnu við menntastofnanir
og félagasamtök t.d. endurmenntun, starfsþjálfun,
námskeið fyrir leiðbeinendur o.fl. o.fl. ráðstefnur
á vegum skóla, stéttarfélaga og annarra
félagasamtaka, ráðstefnur með þátttöku erlendra
aðila, einkum i tengslum við kirkjuleg málefni að
þvi marki sem húsakostur og aðstaða leyfir. Barna
og unglingastarf fái fastan sess i starfsáætluninni
sem og málefni aldraðra og fólks með sérþarfir. Á
ákveðnum timum yrði gert ráð fyrir hvildar og
kyrrðardögum, bæði fyrir einstaklinga og
fjölskyldur.
Rammaáætlun um starfsemina þyrfti að móta tvö ár
fram í tímann, svo nægur timi gefist til að ganga
frá starfsáætlun hvers rekstrarárs.
c) Framkvæmd.
Nefndin telur að til þess að sú breyting geti
orðið sem hér er lagt til að verði, þurfi að vinna
viðamikið undirbúnings-, könnunar- og
skipulagsstarf, sem ekki verður unnið nema ráðinn
verði maður til þess sérstaklega, rektor og/eða
annar sem til yrði kvaddur.
Nefndin telur rétt að athugað verði að hve miklu
leyti sú breyting sem á skólarekstri og stjórnun
yrði, myndi brjóta i bága við lög um
Skálholtsskóla.
í allri áætlanagerð þarf að taka mið af þvi að
hver starfsþáttur um sig standi undir sér
fjárhagslega séð og þar með rekstur skólans i
heild.
Mikilvægt er að skólanum verði tryggður
fjárhagslegur grundvöllur að starfa á.
Nefndin álitur að forsendur þess að starfsemi
Skálholtsskóla blómgist séu að byggt sé til
viðbótar á Skálholtsstað.
Reykjavik, 7. október 1988.
Gunnlaugur Finnsson
Guðrún Halldórsdóttir
Stefán Ólafur Jónsson