Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 60
57
kr.83.545 í lán á mánuði. Ef þau skildu fengi þaö þeirra, sem héldi forráða-
rétti yfir barni, kr. 50.127 á mánuði en hitt teldist einhleypur námsmaður
og fengi kr. 33.418 á mánuði eða samtals kr. 83-545 eins og áður.
Sé annað hjóna útivinnandi, þá má sá aðili hafa árstekjur eftir skatt allt að ;
Fiöldi Barna "levfilegar tekjur
hámarkslán námsmanns
kr. 375.952
kr. 451.143
kr. 526.333
kr. 1.002.540
kr. 1.203.048
kr. 1.403.556
1 barn
2 börn
3 börn
Tekjur útivinnandi maka umfram þessi tekjumörk , þ. e. 1.002.540,
1.203.048 eða 1.403.556, koma beint til lækkunar á hámarksláni. Séu t.d.
hjón með 1 barn og tekjur útivinnandi maka kr. 1.2002.540, þ.e. kr
200.000 umfram tekjumörk, lækkar lán til námsmanns um kr. 200.000 úr
375.952 í 175.952.
Það má þvl segja, að fólk, sem lendir í svipuðu dæmi og að ofan, kunni aö
grípa til þess ráðs að skilja, þá skipta tekjur maka ekki máli og námsmaður
fengi þá ekki eingöngu óskert lán (kr. 375.952) heldur hækkaði það í kr.
451.143 fyrir 9 mánuði, vegna þess að námsmaður teldist einstætt foreldri
og fengi því kr. 50.127 í lán á mánuði í stað kr. 41.773.
Undirrituðum finnst að "leyfileg" tekjumörk útivinnandi maka séu rýmileg
og því lítil ástæða fyrir fólk að grípa til þeirra úrræða, sem felast í
fyrirspurn þinni.Pað hlýtur hins vegar að vera mat hvers og eins hversu
langt hann vill ganga til þess að leika á kerfið og verður hann þá að glíma
við eigin samvizku í þeim efnum.
Það má sjálfsagt varpa fram þeirri spurningu, hvort það sé skynsamlegt, af
þeim ástæðum sem felast í fyrirspurn þinni, að veita einstæðu foreldri
hærri framfærslulán fyrir hvert barn heldur ein fólki í hjónabandi. Það er
vissulega álitamál, sérstaklega þegar höfð er í huga önnur sértæk opinber
aðstoð fyrir einstæð foreldri, en það er mat mitt að slík aðstoð til einstæðra
foreldra sé réttlætanleg vegna þess umönnun barns eða barna kemur
óskipt á einn aðila i þessu tilviki.
Að síðustu vil ég endurtaka þá skoðun mína, að það séu ekki margir, sem
standa í svona tilhliðrunum.
Ég vona, að þessar línur komi þér að einhverju gagni.
Virðingarfyllst,
)rbjöih
amkvæiuuasijori