Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 81
78
Löngumýrarskóli
Kirkjuhúsið - þjónustumiðstöð
Útgáfan Skálholt
Skálholtsbúðir
Sumarhótelið Skálholti
Skálholtsskóli - rekstur
Nemendasjóður Skálholtsskóla
Hjálparstofnun kirkjunnar
Til að fá betri yfirsýn yfir efni það sem nefndin fjallaði um
kallaði hún til fundar við sig Sigurð Hermundarson,
deildarstjóra i Rikisendurskoðuninni , Eddu Möller,
framkvæmdastjóra Útgáfunnar Skálholts og Ragnhildi
Benediktsdóttur, skrifstofustjóra Biskupsstofu. Öll leystu
þau greiðlega úr spurningum nefndarmanna og er nefndin
þakklát þeim fyrir veitta aðstoð.
Nefndin vill lýsa yfir sérstakri ánægju með stöðu og afkomu
Útgáfunnar Skálholts, þar hefir verið unnið mikið þrekvirki
og eiga þar stærstar þakkir skildar formaður
framkvæmdanefndar útgáfunnar og framkvæmdastjóri.
Nefndin þakkar einnig greinargerð frá forstöðukonu
Löngumýrarskóla og vill benda öðrum stofnunum á hana sem
fyrirmynd.
Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við ofangreinda
reikninga, þeir gefa til kynna að aðhaldi og reglusemi sé
beitt i hvivetna.
Nefndin gerir eftirfarandi athugasemdir við reikninga
Kristnisjóðs:
1. Nefndin lýsir áfram yfir óánægju sinni með sölu
Kirkjujarða án þess að leitað sé umsagnar biskups.
Hún telur að vafasamt sé að reikna með andvirði
slikrar sölu sem tekjum, hér sé frekar um
eignabreytingu að ræða og til álita komi hvort ekki
skuli varðveita slika fjármuni sérstaklega með
verðtryggingu fremur en að láta það renna beint inn
i Kristnisjóð sem ráðstöfunarfé. Einnig kemur það
til álita, hvort ekki beri að krefjast þess af
rikisvaldinu að sölu á kirkjujörðum verði hætt, þar
til siðari hluti álits kirkjueignanefndar sé kominn
fram.
2. Nefndin gerir athugasemd við liðinn "Hið isl.
Bibliufélag, andvirði sálmabóka." Hér er ekki um að
ræða uppgjör Bibliufélagsins við Kirkjuráð vegna
prentunar, sölu og dreifingar sálmabókarinnar.
Samkvæmt upplýsingum sem nefndin fékk um það mál
hefir ekki um árabil tekist að fá slikt uppgjör.
Telur nefndin auðsætt að segja beri upp
umboðssamningi við Bibliufélagið og leita til
annars dreifingar- og framkvæmdaaðila og bendir i
þvi sambandi á Útgáfuna Skálholt.