Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 85
82
6. gr. Þ j óðkirkj an tryggir fjárhag Þjóðmálaráðs skv.
fjárhags- og starfsáætlun sem lögð er fram x
upphafi hvers árs, og Kirkjuráð hefur samþykkt.
7. gr. Þjóðmálaráð markar sér sjálft reglur um fjölda
funda, útgáfuhætti, starfsmannaráðningar og annað
er snertir starfsemi ráðsins, samkvæmt samþykktri
fj árhagsáætlun.
8. gr. Reglugerð Þjóðmálaráðs skal endurskoða eftir 3 ár
frá samþykkt hennar.
Greinargerð
Aukin umræða um málefni liðandi stundar út frá kristnum
sjónarhól verður æ brýnni þáttur i starfi kirkjunnar. Stofnun
Þjóðmálaráðs er hugsuð sem hvati til þess að umræðuhópar um
slik mál komist á laggir i sem flestum söfnuðum landsins. Það
hlýtur að auka breiddina i safnaðarstarfi þegar safnaðarfólki
er gefinn kostur á að ihuga kristin lifsviðhorf i ljósi
samtimans.
Þjóðmálaráði er ætlað að skýra og skilgreina þau málefni sem
það tekur fyrir út frá þrennum forsendum.
A. Hinum bibliulega grundvelli.
B. Hinum málefnalega grundvelli.
C. Söfnuðum landsins, hversu val og framsetning efnis
megi verða þeim að gagni.
Gildi sérhvers "Álits" Þjóðmálaráðs, felst i þvi hversu
málefnalegt það er, hversu trúverðugt hinum bibliulega
grundvelli og hversu skipulegt það er.
Gert er ráð fyrir nánu samstarfi Þjóðmálaráðs við umræðuhópa
i söfnuðum, m.a. þannig að ráðið sendi hópunum til umræðu,
málefni þau sem ráðið hefur til umfjöllunar fyrir væntanlegt
"Álit", þannig að viðhorf hins almenna safnaðarmanns komist
þar til skila.
Einnig er eðlilegt að fullbúin "Álit" fái umfjöllun i
söfnuðum, enda séu þau þannig sniðin að þau auðveldi slikt
starf i smáhópum.
Útgáfa þessara álitsgerða Þjóðmálaráðs er og hugsuð sem
framlag kirkjunnar til umræðu dagsins á opinberum vettvangi.
Álitsgerðum er ætlað að veita sjónarmiðum kirkjunnar i
þjóðfélagi vaxandi fjölhyggju betra brautargengi. Hér er
þjónusta við það fólk sem vill heyra rödd kirkjunnar, er það
myndar skoðun á málefnum liðandi stundar. í álitsgerðum eru
allir þættir málefnis reifaðir, og niðurstöður markaðar, ef
það er gerlegt. Lesandinn verður siðan að heyja sjálfur á
þeim viða velli, og þá gjarnan i samræðu við aðra.
Álit Þjóðmálaráðs eru ekki bindandi á neinn hátt.