Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 114
111
Samkvæmt gildandi lögum skulu prestar vera svo margir i
Reykjavik og kaupstöðum úti á landi, að sem næst 4.000 manns
komi á hvern að meðaltali. Þótt hafður sé til viðmiðunar
ákveðinn ibúafjöldi, sem þykir hæfilegur i prestakalli i
þéttbýli, þá verður að lita á fleiri þætti þar sem sérstök
þjónustuþörf er fyrir hendi, t.d. þar sem eru
sjúkrastofnanir. Er eðlilegt i þeim tilfellum að miða við
lægri tölu ibúa i prestakalli en 4.000.
Erfiðara er að finna einhvern lágmarksfjölda til að
miða við vegna breytilegra aðstæðna. Setja má þó fram sem
viðmiðun, að ekki skuli að jafnaði vera færri en 500 manns i
prestakalli og aðstæður að öðru leyti hindri ekki eðlilega
þjónustu.
Verður nú vikið að einstökum prófastsdæmum og gerð
grein fyrir breytingum á prestakallaskipaninni, sem felast i
frumvarpinu.
Múlaprófastsdæmi
Mannfjöldi er 5.064 og 7 prestaköll eða 723 ibúar á
hvern prest að meðaltali. Sóknir eru samtals 17. Tvö
prestaköll eru mjög fámenn. Skeggjastaðaprestakall með 145
ibúa og Desjamýrarprestakall með 225 ibúa. Hér er um að ræða
einangraðar byggðir. Þvi leggur nefndin til að umrædd
prestaköll haldist.
Austfiarðaprófastsdæmi
Mannfjöldi er 5.848 og 5 prestaköll eða 1.170 á hvern
prest. Sóknir eru samtals 12. Ekki eru lagðar til breytingar
i prófastsdæminu.
Skaftafellsprófastsdæmi
Mannfjöldi er 3.472 og 5 prestaköll eða 694 ibúar á
hvern prest. Sóknir eru samtals 14. Ásaprestakall er
fámennasta prestakallið, telur 215 ibúa. Lagt er til að það
verði sameinað Klausturprestakalli. Eftir þá breytingu verða
i Klaustursprestakalli 669 ibúar og 5 sóknir.
Rangárvallaprófastsdæmi
Mannfjöldi er 3.383 og 6 prestaköll eða 563 ibúar á
hvern prest. Sóknir eru samtals 16. Eitt prestakallið,
Oddaprestakall er þó langfjölmennast, telur 1.488 íbúa. 4
prestaköll eru með innan við 500 ibúa. Prófastsdæmið er ein
samfelld byggð og samgöngur eru góðar. Nefndin leggur til að
i prófastsdæminu verði 4 prestaköll.
í fyrsta lagi er lagt til að Bergþórshvolsprestakall og
Holtsprestakall verði sameinuð. Við Breiðabólsstaðar-
prestakall bætist Stórólfshvolssókn, sem áður tilheyrði
Oddaprestakalli. Við Oddaprestakall bætist við Hábæjarsókn
sem áður tilheyrði Kirkjuhvolsprestakalli. Aðrar sóknir er
áður tilheyrðu Kirkjuhvolsprestakalli, þ.e. Kálfholts- og