Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 115
112
Árbæjarsóknir leggist til Fellsmúlaprestakalls.
Eftir umrædda breytingu ef af verður, yrði ibúafjöldi
og fjöldi sókna i prestaköllum, sem hér segir:
Holtsprestakall 771 ibúar 5 sóknir
Breiðabólsstaðarprestakall 984 ibúar 3 sóknir
Oddaprestakall 1039 ibúar 3
sóknir
Fellsmúlaprestakall 589 ibúar 5 sóknir
Árnesprófastsdæmi
Mannfjöldi er 10.602 og 8 prestaköll eða 1.325 ibúar á
hvern prest að meðaltali. Þingvallaprestakall hefur sérstöðu
þar sem prestur gegnir jafnframt stöðu þjóðgarðsvarðar.
Ekkert hinna prestakallanna er verulega fámennt en tvö
fjölmenn, þ.e. Hveragerðisprestakall með 2.974 og tvo megin
byggðakjarna, Hveragerði og Þorlákshöfn og 4 sóknir og
Selfossprestakall með 4.168 ibúa og 4 sóknir.
Lagt er til að stofnað verði prestakall í Þorlákshöfn,
Hjallasókn og Strandarsókn með 1221 ibúa.
Lagt er til að Vestmannaey j aprestakall tilheyri
Árnesprófastsdæmi i stað Kjalarnesprófastsdæmis eins og áður
er minnst á.
Borqarfiarðarprófastsdæmi
Mannfjöldi er 9.266 og 6 prestaköll eða 1.544 ibúar á
hvern prest. Sóknir eru samtals 21. í Garðaprestakalli er
5.426 manns, i 4 prestaköllum er milli 400 og 600 manns. Lagt
er til að Söðulsholtsprestakall, (nema Staðarhraunssókn)
verði sameinuð Staðastaðarprestakalli, en þar yrði ibúafjöldi
531 og 6 sóknir. Jafnframt er lagt til að Staðarstaðar-
prestakall flytjist i Borgarfjarðarprófastsdæmi. Staðarhraun
leggist til Borgarprestakalls.
Eftir þessa breytingu koma 6 sóknir í hvort prestakall,
Staðarstaðarprestakall og Borgarprestakall. Nefndin telur
einsýnt að á næstu árum muni sóknarkirkjum fækka með
sameiningu sókna.
Breiðafj arðarprófastsdæmi
Mörk prófastsdæmisins eru færð til norðurs, þannig að
Reykhólaprestakall tilheyri Breiðafjarðarprófastsdæmi.
Flatey j arsókn er færð undan Reykhólaprestakalli undir
Tálknafjarðarprestakall. Aðrar breytingar eru ekki gerðar.
Mannfjöldi i Breiðafjarðarprófastsdæmi, ef breyting yrði sem
gert er hér ráð fyrir, yrði 5.398 og 6 prestar eða 900 á
hvern að meðaltali. Sóknir yrðu samtals 21.