Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 117
114
grein fyrir.
Eviafiarðarprófastsdæmi
Mannfjöldi er nú 20.923 og 9 prestar eða 2.325 manns á
hvern prest. Sóknir eru samtals 21.
Lagt er til að Miðgarðasókn i Grimsey færist undir
Hriseyjarprestakall. Nú heyrir sóknin til Glerárprestakalli,
sem er orðið fjölmennt eða 5.076 manns. Prestur i fámennu
prestakalli hefur betri aðstæður til þess að sinna þjónustu
við umrædda sókn en prestur i fjölmennu prestakalli. Einnig
er lagt til að Laufásprestaka11 falli undir
Eyjafjarðarprófastsdæmi.
Þinqeviarprófastsdæmi
Mannfjöldi er nú 6.886 manns og 9 prestar eða 765 manns
á hvern prest. Sóknir eru samtals 24. Húsavikurprestakall er
fjölmennast með 2.637 manns. Fámennustu prestaköllin eru
Hálsprestakall 234 ibúar og Staðarfellsprestakall 376 ibúar.
Nefndin leggur til að þessi prestaköll verði sameinuð i eitt
nema Þóroddstaðasókn leggist til Grenjaðarstaðar. Lagt er til
að Möðrudalssókn leggist til Skútustaðaprestakalls. Þótt
Möðrudalur sé i Norður-Múlasýslu er að jafnaði meiri
samgangur við Fjallahrepp og Mývatnssveit, en byggðir Norður-
Múlasýslu að vetrinum.
PRÓFASTSDÆMI í REYKJAVÍK OG REYKJANESKJÖRDÆMI
Samkvæmt gildandi lögum er prestakallaskipan utan
Reykjavikurprófastsdæmis ákveðin í lögum en i
Reykjavikurprófastsdæmi er hún ákveðin samkvæmt ákvörðun
ráðherra.
Lagt er til að sú breyting verði gerð, að ráðherra
ákveði prestakallaskipanina i núverandi Reykjavikur-
prófastdæmi og Kjalarnesprófastsdæmi. Á þessu landsvæði á sér
stað mikil mannfjölgun. Þvi þykir heppilegra að hafa betri
mörguleika á að breyta prestakallaskipaninni til samræmis við
breyttar aðstæður á hverjum tima.
Núverandi Reykjavikurprófastsdæmi er lang stærst af
prófastsdæmum landsins. Mannfjöldi i þvi er yfir 45% af öllum
landsmönnum. Nefndin leggur til að Reykjavikurprófastsdæmi
verði skipt i Reykj avikurpróf astsdæmi og Reykjavikur-
prófastsdæmi eystra, jafnframt að hluti af núverandi
Kja1arnesprófastsdæmi, þ.e. Mosfe11sprestaka11 og
Reynivallaprestakall, verði sameinað Reykjavikurprófastsdæmi
eystra.
Nefndin bendir á, að ef Reykjavikurpófastsdæmi yrði
skipt, þyrfti að breyta lögum um kirkjuþing og kirkjuráð
islensku þjóðkirkjunnar nr. 47/1982, varðandi ákvæði um kjör
fulltrúa á kirkjuþing.
Augljóst er þó að fjölga verður verulega prestum i
umræddum prófastsdæmum.
í núverandi Reykjavikurprófastsdæmi eru 18 prestaköll,
þar af 4 tvímenningsprestaköll. í prófastsdæminu eru nú 5.097
íbúar á hvern prest. Til þess að 4.000 íbúar væru á hvern