Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 119
116
Um 3. gr.
í 1. mgr. segir að í hverju prestakalli skuli aðeins
vera einn sóknarprestur. Þetta ákvæði girðir þó ekki fyrir
það að fleiri prestar geti verið ráðnir til starfa í sama
prestakalli. Ef íbúafjöldi i prestakalli fer yfir 4.000 manns
eða aðrar ástæður gera það að verkum að verkefni i
prestakallinu eru meiri en svo, að ætlandi sé einum presti að
vinna þau, þá getur ráðherra heimilað fleiri prestsstöður.
Sem dæmi um tilgreinda ástæður mætti nefna sjúkrastofnanir,
þar sem verulegrar prestsþjónustu er þörf, þótt mannfjöldi i
prestakalli nái ekki tilgreindum mörkum.
Aðstoðarprestar sem ráðnir eru til starfa undir stjórn
viðkomandi sóknarprests.
Eðlilegt þótti að takmarka ráðningartima aðstoðarpresta
við 3 ár. Ákvæði laga um veitingu prestakalla nr. 44/1987
gilda ekki um ráðningu aðstoðarpresta. Tilskilið er að haft
sé samráð við viðkomandi sóknarprest þegar aðstoðarprestur er
ráðinn enda nauðsynlegt að samstarf milli þeirra sé sem best.
Gengið er út frá þvi að laun aðstoðarpresta
þjóðkirkjunnar séu greidd úr ríkissjóði. Skv. 25. gr. laga um
kirkjusóknir, safnaðarfundi, sóknarnefndir, héraðsfundi o.fl.
nr. 25/1985 er gert ráð fyrir því að söfnuðir geti ráðið
starfsmenn til safnaðarstarfa. Frumvarp það sem hér um ræðir
tekur ekki til slikra starfsmanna, heldur aðeins til presta
þj óðkirkj unnar.
Um 4. gr.
í lögum nr. 35/1970 er heimild til þess að skipta
prestaköllum i kaupstöðum utan Reykjavikurprófastsdæmis, þar
sem eru tveir eða fleiri prestar.
Ákvæði þessarar greinar er nokkuð rýmra.
Um 5. gr.
Ákvæði greinarinnar er efnislega samhljóða 4. gr. laga
nr. 35/1970.
Um 6. gr.
Ákvæðið er nýmæli. Með sama hætti og ráðherra hefur
heimild til þess að stofna ný prestaköll sbr. 4. gr. þá hefur
hann jafnframt heimild til þess að leggja niður prestaköll að
fenginni tillögu biskups og umsögn viðkomandi héraðsfunda.
Tilskilið er að íbúafjöldi i prestakalli sé undir 250 manns.
í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á þvi að skv.
1. gr. eru 5 prestaköll nú undir 3 00 manns, þar af eitt
þeirra Þingvallaprestakall, sem hefur nokkra sérstöðu. í 4
tilfellum eru prestaköll i afskekktum byggðarlögum, þar sem
ekki þótti eðlilegt að leggja niður prestaköll.