Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 127
124
4. Aðili hafi ekki gerst sekur um athæfi, sem ætla má að
rýri álit hans og sé ósamboðið manni i prestsstarfi.
Nú telur biskup, að hæfni kandidats orki tvímælis,
getur hann þá kvatt þriggja manna nefnd sér til ráðu-
neytis.
5. Að öðru leyti verður maður að fullnægja almennum skil-
yrðum 3. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins.
17. gr.
Biskup skal vandlega gæta þess, að eigi veljist aðrir
til prestþjónustu í þjóðkirkjunni en þeir, sem til þess eru
hæfir að framkvæma prestlegt embætti og annast sálgæslu
sóknarbarna sinna. Er engum óvigðum guðfræðingi heimilt að
sækja um prestsstarf i þjónustu kirkjunnar, nema fyrir liggi
umsögn biskups um, að hann fullnægi þeim kröfum, sem gjörðar
eru til prestsvígslu.
18. gr.
Sóknarprestar og aðrir starfsmenn þjóðkirkjunnar, sem
lög þessi ná til og taka laun úr rikissjóði, eru opinberir
starfsmenn og njóta lögkjara og bera skyldur samkvæmt því.
19. gr.
Skylt er sóknarpresti að taka við embætti sínu jafn-
skjótt og föng eru á eftir að hann hefur hlotið skipun.
Ráðherra getur þó, samkvæmt tillögu biskups, veitt presti, er
situr jörð, frest til næstu fardaga til að taka við
embættinu.
IV. kafli. Ýmis ákvæði um presta og samstarf beirra.
20. gr.
Hver sóknarprestur skal hafa með höndum kirkjulega
þjónustu samkvæmt vigslubréfi í sínu prestakalli, nema reglur
mæli fyrir um annað.
21. gr.
Innan hvers prófastsdæmis hafa prestar samstarf undir
stjórn prófasts. Samstarf presta skal einkum lúta að:
1. Afleysingaþjónustu i sumarleyfum og á frídögum
presta.
2. Samvinnu um ýmsa kirkjulega þjónustu sem er með
einhverjum hætti sameiginleg fyrir prófastsdæmið
í heild eða hluta þess.
22. gr.
Biskupi er heimilt að fela sóknarpresti er þjónar i
fámennu prestakalli að annast ákveðna þjónustu i öðru