Gerðir kirkjuþings - 1988, Side 129
126
28. gr.
Prófastur er fulltrúi biskups i prófastsdæminu og
trúnaðarmaður hans og hefur i umboði hans almenna umsjón með
kirkjulegu starfi þar. Hann er i fyrirsvari fyrir prófasts-
dæmið að þvi er varðar sameiginleg málefni þess gagnvart
stjórnvöldum, stofnunum og einstaklingum.
Nú er kirkjuleg starfsstöð stofnuð i prófastsdæminu,
og veitir prófastur henni jafnaðarlega forstöðu og
skipuleggur starfsemi á hennar vegum. Hann er formaður
stjórnar héraðs-sjóðs prófastsdæmis, svo og héraðsnefndar.
Hann boðar héraðsfund i samvinnu við héraðsnefnd og stjórnar
fundum hennar, undirbýr mál, sem sá fundur fær til meðferðar
og kemur ályktunum fundarins til biskups og annarra aðila og
fylgir þeim eftir sbr. og VII. kafla laga nr. 25/1985.
29. gr.
Prófastur hefur eftirlit með prestssetrum, kirkjum og
kirknaeignum i prófastsdæmi. Hann skýrir biskupi frá þvi,
sem honum þykir athugavert um þessar eignir, þ.á m. skort á
viðhaldi, og getur biskup lagt fyrir rétta aðila að bæta úr.
Prófastur framkvæmir úttekt á prestssetrum og
embættis-bústöðum presta við prestaskipti og þegar prestur
flytur i annað húsnæði innan prestakallsins. Hann gerir
úttekt á nýjum kirkjum og kapellum.
Prófastur setur nýjan prest i embætti, heimsækir
presta og visiterar kirkjur og söfnuði samkvæmt nánari
ákvæðum í erindisbréfi. Hann fylgir biskupi á vísitasium
hans til presta og safnaða í prófastsdæminu.
Prófastur hefur tilsjón með að prestar skili embættis-
skýrslu til Hagstofu íslands. Hann gengur eftir þvi að
starfsskýrslum og endurskoðuðum reikningum sé skilað á réttum
tima og leggur fyrir héraðsfund með athugasemdum sínum og
sóknarnefnda og gerir tillögur um úrlausn. Þá fjallar hann
um ágreining, sem kann að risa milli sóknar-prests,
sóknarnefndar og safnaðar.
Prófastur löggildir gerðabækur og aðrar bækur sóknar-
nefndar, eftir þvi sem við á.
Prófastur veitir presti leyfi til fjarvista úr presta-
kalli um stundarsakir, en leyfi til lengri fjarvista veitir
biskup að höfðu samráði við kirkjumálaráðherra.
Prófastur skipuleggur sumarleyfi og önnur samnings-
bundin leyfi presta i prófastsdæminu.
Nú getur sóknarprestur ekki gegnt embætti vegna veik-
inda, fjarvista eða af öðrum ástæðum, og ákveður prófastur þá
i samráði við sóknarprest, hvernig þjónusta hans skuli leyst
af hendi.
30. gr.
Prófastur hefur þau afskipti af veitingu prestakalla,
sem lög kveða á um.
Prófastur skipuleggur endurmenntun presta, sem pró-
fastsdæmið beitir sér fyrir i samráði við biskup og presta-
félög.