Gerðir kirkjuþings - 1988, Síða 132
129
í forföllum biskups íslands setur ráðherra þann
vígslu-biskupanna, sem eldri er að vigslu, til þess að gegna
embætti biskups. Sé hann forfallaður eða geti ekki annast
staðgengilsþjónustu, skal hinn vigslubiskupinn kvaddur til.
Sá vigslubiskupanna, sem eldri er að vigslu, vigir
biskup landsins, geti fráfarandi biskup eigi komið þvi við.
44. gr.
Biskup íslands boðar prestastefnu hinnar islensku
þjóð-kirkju. Er biskup forseti prestastefnu.
Á prestastefnu hinnar islensku þjóðkirkju eiga
atkvæðisrétt allir starfandi þjóðkirkjuprestar og þeir, sem
hafa stöðu þjónandi presta, svo og fastir kennarar guðfræði-
deildar Háskóla íslands með guðfræðimenntun. Aðrir prestar
og guðfræðingar eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og
tillögurétti.
45. gr.
Biskup íslands boðar til leikmannastefnu. Á henni
eiga sæti einn fulltrúi frá hverju prófastsdæmi, en þó tveir
frá Reykjavikurprófastsdæmi, kjörnir af leikmönnum á héraðs-
fundi, er kjósa jafnmarga varamenn. Þá eiga þar sæti einn
fulltrúi fyrir hver landssamtök kristilegra félaga, sem
starfa á kenningargrundvelli þjóðkirkjunnar, svo og fastir
kennarar guðfræðideildar Háskóla íslands, sem ekki eru guð-
fræðingar.
VII. kafli. Stiórnvaldsreqlur o.fl.
46. gr.
Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um
framkvæmd laganna, að fengnum tillögum biskups.
47. gr.
Nú er prestakall lagt niður skv. lögum þessum og fer
þá um réttindi og skyldur þess prests, er þá gegnir presta-
kallinu skv. ákvæðum 14. gr. laga um réttindi og skyldur
starfsmanna rikisins, nr. 38/1954.
48. gr.
Við gildistöku laga þessara ber starfandi
sóknarprestum og próföstum að hlita, án sérstakra
viðbótarlauna, þeim breytingum er verða á stærð prestakalla
og prófastsdæma.
Viðbótarlaun sem greidd hafa verið prestum, er þjónað
hafa prestaköllum, sem lögð voru niður með lögum nr. 35/1970,
skulu falla niður við gildistöku laga þessara.