Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 148
145
XVI Revkiavíkurprófastsdæini evstra
Nær yfir prestaköll í Reykjavík austan Elliðavogs og
Reykjanesbrautar, i Kópavogskaupstað, i Mosfellsbæ og i
Kjalarnes- og Kjósarhreppum.
2. gr.
Ráðherra ákveður takmörk sókna og prestakalla og fjölda
presta i Reykjanesprófastsdæmi, Reykjavíkurprófastsdæmi og
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, að fengnum tillögum biskups
og hlutaðeigandi safnaðarráðs. Þó skulu haldast prestsetur á
Reynivöllum i Kjósarhreppi, i Mosfellsbæ, i Grindavik og
Útskálum i Gerðahreppi.
í Reykj anespróf astsdæmi, Reykjavikurprófastsdæmi og
Reykjavikurprófastsdæmi eystra, skulu vera safnaðaráð. Skulu
þau skipuð formönnum sóknarnefnda, safnaðarfulltrúum og
prestum prófastsdæmisins. Prófastar eru formenn ráðanna og
kalla þau saman. Skylt skal að kalla safnaðaráð saman til
fundar, þegar fullur þriðjungur safnaðaráðsmann óskar þess.
Verkefni safnaðaráðs er:
1. Að gera tillögur um skiptingu prófastsdæmisins i
sóknir og prestaköll og um breytingar á þeim.
2. Að vinna að eflingu kirkjulegs starfs innan
prófastsdæmisins.
Aðalfundur safnaðaráðs er héraðsfundur prófastsdæmisins
og fer eftir lögum um héraðsfundi.
3. gr.
í hverju prestakalli skal vera einn sóknarprestur.
Ráðherra er heimilt að ráða prest sóknarpresti til
aðstoðar i prestaköllum, þar sem ibúafjöldi er yfir 4.000. í
mannfærri prestaköllum hefur ráðherra sömu heimild ef
sérstaklega stendur á. Nú fer ibúafjöldi yfir 8.000 og skal
prestakallinu þá að jafnaði skipt.
Aðstoðarprestur er ráðinn samkvæmt tillögu biskups i
samráði við sóknarprest og með samþykki sóknarnefndar.
Ráðningartími aðstoðarprests skal vera allt að þremur árum i
senn.
Aðstoðarprestur starfar undir stjórn sóknarprests
samkvæmt erindisbréfi er biskup setur.
4. gr.
Ráðherra er heimilt að stofna nýtt prestakall eða breyta
mörkum prestakalla eftir tillögu biskups og að fengnum
umsögnum héraðsfundar (safnaðaráðs) og aðalsafnaðarfundar
viðkomandi sókna, sbr. 2. gr.