Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 149
146
5. gr.
Verði prestakalli skipt i tvö eða fleiri prestaköll sbr.
4. gr. , hefur skipaður sóknarprestur rétt til þess að velja
hvaða hluta þess hann hyggst þjóna.
6. gr.
Ráðherra er heimilt, að fenginni tillögu biskups og
umsögn viðkomandi héraðsfundar, að sameina prestakall öðru
prestakalli, fari ibúafjöldi þess niður fyrir 250.
Prestsembættum innan þjóðkirkjunnar utan Reykjavikur- og
Reykjanesprófastsdæma skal þó ekki fækka við framkvæmd þessa
ákvæðis.
7. gr.
Ráðherra skipar prest er sitji á Þingvöllum og gegni
Þingvallaprestakalli samkvæmt 1. gr. , að fengnum tillögum
biskups og Þingvallanefndar, enda gegni hann þá jafnframt
starfi þjóðgarðsvarðar.
8. gr.
1. Þar sem prestssetur er samkvæmt lögum þessum, er presti
skylt að hafa aðsetur og lögheimili, nema biskup heimili
annað um stundarsakir að fenginni umsögn prófasts og
viðkomandi sóknarnefnda.
2. Um réttindi og skyldur presta gagnvart
prestssetursjörðum gilda ákvæði ábúðarlaga og annarra
laga eftir þvi sem við getur átt.
3. Farprestur (skv. 9. gr.) njóti sambærilegra
húsnæðiskjara og sóknarprestar.
4. Eigi má ráðstafa prestssetri nema til þess komi samþykki
biskups, að fenginni umsögn viðkomandi prófasts,
héraðsfundar og sóknarnefndar i viðkomandi prestakalli,
svo og samþykki þess prests er veitingu hefur fyrir
viðkomandi brauði.
5. Nú er prestssetur selt, þar sem prestakall er lagt niður
samkvæmt lögum þessum, og skal þá andvirði þess renna i
Kristnisj óð.
6. Ráðherra er heimilt, að fenginni umsögn biskups og
hlutaðeigandi prófasts, sóknarnefndar og sóknarprests,
að flytja prestssetur til innan prestakalls. Ákvörðun um
þetta efni skal birt i B-deild Stjórnartiðinda.
II. Kafli
Um sérbiónustuembætti