Gerðir kirkjuþings - 1988, Side 153
150
25. gr.
Sóknarprestur skal að jafnaði sitja sóknarnefndarfundi
sbr. lög uxn kirkjusóknir o.fl. nr. 25/1985, 17. gr. Hann á
sæti á héraðsfundum og er skylt að sækja þá. Þá er honum að
forfallalausu skylt að sitja fundi, er biskup og prófastur
boðar hann til.
26. gr.
Nú ris ágreiningur milli presta um rétt eða skyldu
þeirra til tiltekinnar þjónustu. Ber þá viðkomandi prófasti
að leita sátta i málinu. Ef niðurstaða næst ekki leggur hann
málið fyrir biskup til úrskurðar.
V. kafli.
Um prófasta.
27. gr.
1. Kirkjumálaráðherra skipar prófasta úr hópi þjónandi
presta i prófastsdæminu með ráði biskups, er leitað
hefur áður álits þjónandi presta i prófastsdæminu og
þriggja fulltrúa leikmanna, sem kosnir eru á héraðsfundi
til fjögurra ára i senn, þó ekki fleiri en þjónandi
prestar eru i prófastsdæminu. Sóknarpresti er skylt að
takast á hendur prófastsembætti. Biskup getur falið
presti eða nágrannaprófasti að gegna prófastsembætti um
stundarsakir, ef sérstaklega stendur á, svo sem vegna
fjarveru prófasts eða veikinda hans, eða vegna þess að
prófasts missir við.
2. Nú lætur prófastur af prestsembætti i prestakalli, og
verður prófastsembætti þá laust. Nú telur prófastur sér
óhægt að gegna embættinu vegna veikinda eða af öðrum
sérstökum persónulegum ástæðum, og er þá heimilt að
leysa hann undan þvi embætti, þótt hann gegni
prestsembætti sinu eftirleiðis.
3. Biskup setur próföstum erindisbréf.
28. gr.
1. Prófastur er fulltrúi biskups i prófastsdæminu og
trúnaðarmaður hans og hefur i umboði hans almenna umsjón
með kirkjulegu starfi þar. Hann er i fyrirsvari fyrir
prófastsdæmið að því er varðar sameiginleg málefni þess
gagnvart stjórnvöldum, stofnunum og einstaklingum.
2. Nú er kirkjuleg starfsstöð stofnuð i prófastsdæminu, og
veitir prófastur henni jafnaðarlega forstöðu og
skipuleggur starfsemi á hennar vegum. Hann er formaður
stjórnar héraðssjóðs prófastsdæmis, svo og
héraðsnefndar. Hann boðar héraðsfund i samvinnu við
héraðsnefnd og stjórnar fundum hennar, undirbýr mál, sem
sá fundur fær til meðferðar og kemur ályktunum fundarins
til biskups og annarra aðila og fylgir þeim eftir sbr.
og VII. kafla laga nr. 25/1985.