Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 155
152
32. gr.
í hverju prófastsdæmi skal með samþykki ráðherra og að
fenginni tillögu biskups leggja prófasti til sérstaka aðstöðu
eða árlegt fjárframlag vegna skrifstofuhalds, eftir þvi sem
ráðuneytið samþykkir.
33. gr.
Prófastur fær greiðslur úr rikissjóði vegna ferðalaga i
þágu prófastsdæmisins samkvæmt reikningi, er
kirkjumálaráðuneytið úrskurðar.
34. gr.
Biskup boðar prófasta til fundar a.m.k. einu sinni á ári
til umræðna um málefni þjóðkirkjunnar og þau mál, er
sérstaklega varða störf prófasta og tengsl þeirra við biskup
og kirkjumálaráðuneyti. Ferðakostnaður prófasta og önnur
útgjöld vegna fundarsetu greiðist úr rikissjóði samkvæmt
reikningi, er kirkjumálaráðuneytið úrskurðar.
VI. kafli. Um biskupsembætti.
35. gr.
ísland skal vera eitt biskupsdæmi.
Forseti íslands skipar biskup íslands. Um kosningu hans
og kjörgengi fer skv. lögum um biskupskosningu nr. 96/1980.
Biskup íslands hefur aðsetur i Reykjavik.
36. gr.
Ráðherra ræður biskupi starfsmenn, eftir tillögum hans,
þ. á m. biskupsritara, skrifstofustjóra, forstöðumenn deilda
svo og æskulýðsfulltrúa. Ráðherra getur, eftir tillögum
biskups, ákveðið hæfnisskilyrði og ráðningartima starfsmanna
er gegna tilteknum verkefnum á skrifstofu biskups íslands.
Ráðherra ræður eftir tillögu biskups forstöðumann fyrir
starfi kirkjunnar að Löngumýri i Skagafirði.
37. gr.
Auk biskups íslands skulu vera hér á landi tveir
vigslubiskupar. Hafa þeir aðsetur i Skálholti i
Biskupstungum og á Hólum i Hjaltadal.
Vigslubiskup i Skálholti hefur með höndum prestsþjónustu
i Skálholtsprestakalli og skal honum ráðinn aðstoðarprestur.
Vigslubiskup á Hólum hefur með höndum prestsþjónustu i
Hólaprestakalli og skal hann njóta aðstoðarþjónustu
nágrannapresta eða farprests i Skagafjarðarprófastsdæmi.
Heimilt er þó ráðherra að ákveða aðra tilhögun á búsetu
vigslubiskupa og prestsþjónustu að fenginni tillögu biskups,
enda mæli meirihluti þeirra, sem rétt eiga til biskupskjörs í
viðkomandi biskupsdæmi, með þvi.