Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 164
161
III. KAFLI
Athafnir sem andstæðar eru helgidagafriði.
3. gr.
Óheimilt er að trufla guðsþjónustu eða aðra kirkjuathöfn með
hávaða eða öðru þvi sem andstætt er helgi hennar.
4. gr.
Meðan helgidagafriður rikir samkvæmt framansögðu er
eftirfarandi starfsemi óheimil:
1. Opinbert skemmtanahald eða sýningar. Til skemmtana í
þessu sambandi teljast einkum:
a. Dansskemmtanir, f j ölleikahús, reviusýningar og
aðrar skemmtisýningar.
b. Leiksýningar, ballettsýningar, kvikmyndasýningar,
söngskemmtanir og hljómleikar, dans- og
leikfimisýningar.
2. Markaðir, vörusýningar, verslunarstarfsemi og viðskipti.
3. Skemmtanir þar sem happdrætti eða bingó eða svipuð spil
eru höfð um hönd.
4. Skemmtanir á opinberum veitingastöðum eða öðrum stöðum
sem almenningur hefur aðgang að.
5. gr.
Eftirfarandi starfsemi er undanþegin banni þvi er greinir í
4 . gr:
1. Lyfjabúðir og bensinsölur. Enn fremur brauð og
mjólkurbúðir, blómasölur og söluskálar á öðrum dögum en
þeim sem frá er greint í 2. tölul. 2. gr.
2. Listsýningar og sýningar, sem varða vísindi eða er ætlað
að gegna almennu upplýsingahlutverki, má halda eða veita
aðgang að á þeim tímum þegar helgidagafriður á að ríkja
skv. 1. og 2. tölul. 2. gr., en þó ekki fyrr en kl. 15 á
þeim dögum sem greindir eru i 2. tölul. Listasöfn og
bókasöfn má hafa opin á þeim tímum og dögum sem hér var
greint.
3. Samkomur, sem hafa listrænt gildi og samrýmast í eðli
sínu helgidagafriði, eru heimilar eftir kl. 15, einnig á
þeim helgidögum sem greinir í 2. tölul. 2. gr.
4. Söngmót, hljómlistarmót og hljómleikar eru heimil eftir
kl. 15 á hvítasunnudegi.