Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 167
164
frumvarpsins um helgidaga og afmörkun á helgi þeirra er i
samræmi við afgreiðslu Kirkjuþings, þó svo að gert er ráð
fyrir að helgi skirdags verði hin sama og sunnudaga, sbr. 1.
tölul. 2. gr. , og sleppt er ákvæðinu um að bann liggi við
skemmtanahaldi laugardaga fyrir páska og hvitasunnu frá kl.
21.
Greinargerð sú, sem hér fer á eftir, er að mestu byggð á
athugasemdum þeim er fylgdu frumvarpi kirkjulaganefndar til
Kirkjuþings, en þó löguð að þeim breytingum sem felast i
frumvarpi þessu.
I.
Löggjöf um helgidaga og helgidagahald á langa sögu að baki á
landi hér. Að efni til hefur sú löggjöf verið næsta
mismunandi og grundvallarsjónarmiðin að baki hennar hafa
verið sundurleit. Sú löggjöf hefur lengstum verið af
trúarlegum toga spunnin. Viðhorf i kaþólskum sið voru önnur
en eftir siðskipti að þvi er varðar messudag og vernd
helgidaga. Pietisminn svonefndi hafði að sinu leyti mikil
áhrif á þá löggjöf á 18. öldinni og á hinn veginn siðar meir
ýmsar frjálslyndar trúarstefnur. Á siðustu áratugum tengjast
ýmis vinnuverndarsjónarmið þessu máli, þ.e. viðleitni til að
tryggja vinnandi fólki fridaga. Við könnun á efni
helgidagalöggjafar gripa einnig löggæslusjónarmið inn i matið
og leiða til þess að haga verði löggjöfinni svo að unnt sé að
framfylgja henni. í þessu efni leitar vitaskuld á afstaða
almennings til helgidaga og helgidagahalds og sú almenna
afstaða að ekki eigi að hefta frjálsræði manna til athafna og
starfsemi, nema i berhögg gangi við brýna þjóðfélagshagsmuni.
Benda má sérstaklega á að hér á landi hefur verið fjallað
allmikið um sölustarfsemi i helgidagalöggjöf. Viða annars
staðar fellur það svið utan helgidagalöggjafar og um það er
fjallað til hlitar i löggjöf um lokunartima sölubúða. Ekki er
kunnugt um neina félagsfræðilega rannsókn, sem marktæk sé, um
afstöðu almennings til helgidaga og helgidagalöggjafar hér á
landi og væri þó full þörf á slikri rannsókn.
II.
Ákvæðin um helgidaga og helgidagahald voru upprunalega i
kristinna laga þætti, sbr. siðar Kristinrétt Árna biskups
Þorlákssonar, 31.-37. kap. Sú löggjöf var viðtækari en
helgidagalöggjöf síðari alda. Voru m.a. ákvæði um að meir
segðist á brotum sem unnin væru á helgum dögum en endranær.
Við siðskipti urðu aldahvörf og er talið að 26 messudagar
hafi verið afnumdir með kirkjuskipan Kristjáns III. frá 1537,
lögfest hér 1541 og 1551, en raunar bætti það lagaboð við
helgidögum þótt i litlum mæli væri og breytti auk þess
ákvæðum um helgidagahald að öðrum þræði. í Alþingissamþykkt
1552 var fjallað um helgibrot, kirkjugrið og helgidagahald og
er m.a. getið þar tveggja helgidaga sem kirkjuskipanin vék
ekki að sérstaklega, þ.e. skirdegi og föstudeginum langa.
Síðari lagaboð, m.a. kirkjuskipan Kristjáns IV. frá 1607,
lögfest hér 1629, áréttuðu ákvæði fyrri kirkjuskipanar /frá