Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 175
172
Um 6. gr.
Alltitt er að íþróttamót séu haldin á helgidögum og þar á
meðal stórhátiðardögum eða að óskað sé að þau verði þá
haldin. Þykir eðlilegt að koma til móts við óskir og þarfir
iþróttamanna og iþróttafélaga með sérákvæði 6. gr. Samkvæmt
þvi er lagt til að heimilt verði að halda slik mót á
helgidögum er greinir i 1. tölul. 2. gr. ef slikt er
nauðsynlegt vegna tilhögunar móts, þó að aðgættri 3. gr. (um
truflun guðsþjónustu eða annarrar kirkjuathafnar). Hinu sama
gegnir um páskadag og hvitasunnudag eftir kl. 15 (hins vegar
ekki um jóladag og ekki föstudaginn langa) . Þarf þvi ekki á
að halda leyfi lögreglustjóra til þeirrar starfsemi, sem 6.
gr. tekur til, innan þeirra takmarka sem lýst var.
Mót hestamanna falla ekki undir bannákvæði 4. gr., en keppni
i hestamennsku, veðreiðar og annað þviumlikt á undir 6. gr.
Samkvæmt 2. mgr. á ákvæðið ekki við um keppni vélknúinna
farartækja o.fl. og ekki heimilar það keppni
atvinnuiþróttamanna á þeim timum sem hér er um að ræða.
Um 7. gr.
Ákvæðið varðar leyfi er lögreglustjóri getur veitt til að
halda skemmtanir, sýningar o.fl., sem óheimilar eru samkvæmt
frumvarpinu. Verða slik leyfi nú sjaldgæfari en áður var,
sbr. athugasemdir hér að framan, og er mikilvægt að reyna að
samræma framkvæmd laganna að þessu leyti, þar á meðal með
stjórnvaldsreglum, sbr. 8. gr. Lögreglustjóra ber ávallt að
aðgæta ákvæði 3. gr. við leyfisveitingu. Skjóta má ákvörðun
lögreglustjóra til dóms- og kirkjumálaráðuneytis hvort sem
hún er jákvæð eða neikvæð (til samþykktar eða synjunar).
Um 8. gr.
Hér eru fyrirmæli um setningu stjórnvaldsreglna. Má einkum
vænta þess að fyllri ákvæði verði sett um þá starfsemi sem
lögin kunna að sporna við og svo um undanþágur skv. 7. gr. Er
sjálfsagt að leitað verði umsagnar biskups áður en reglugerð
verður sett og æskilegt er að einnig sé leitað umsagnar
stjórnar Sýslumannafélagsins og annarra aðilja eftir atvikum.
í 2. mgr. er dóms- og kirkjumálaráðuneyti boðið að gera
sérstakar ráðstafanir til að kynna almenningi efni laganna.
Er það mikilvægt þvi að reynslan hefur leitt i ljós að oft
haga menn sér andstæ.tt ákvæðum slikrar löggjafar meir vegna
vanþekkingar á henni en vilja til að virða að vettugi.